Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi óvænt heiðraður á matarhátíð í Frakklandi

Jóhann Ingi slær á létta strengi. Hægra megin er Gilles Famillert kennari í Hótel og veitingaskólanum í Frakklandi
Jóhann Ingi Reynisson er yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel milli Bergen og Þrándheims í Noregi. Jóhann hefur verið er í samstarfi við hótel og veitingaskóla sem er um 20 km frá París í Frakklandi, en þar eru um 600 nemendur á hverju ári sem læra annað hvort matreiðslu, framreiðslu, sommelier, bakara og pastry.

F.v. Serge Durand aðstoðarmaður bæjarstjórans, Jóhann Ingi og Frank Vernin bæjarstjórinn í bænum Le mée
Í fimm ár hefur Jóhann tekið við tveimur nemendum úr skólanum á ári hverju sem eru að læra matreiðslu og framreiðslu og þeir starfað á Rica Seilet til að æfa enskuna og skandinavíska matagerð.
Nú á dögunum eldaði Jóhann með kennurum úr skólanum ásamt fjölmörgum kokkum úr klúbbi matreiðslumeistara í Frakklandi á matarhátíð þar í landi og eftir hátíðina var Jóhanni óvænt boðið upp á svið og verðlaunaður fyrir vel unnin störf í samstarfið við hótel og veitingaskólann. Jafnframt var Jóhann formlega tekinn inn í klúbbinn og gerður að sendiherra þeirra í skandinavíu, en öll Rica hótelin tilheyra Scandic Seilet.
Jóhann segir að meðlimir voru yfir sig hrifnir þegar hann sagði þeim að á Íslandi eru franskir klassískir réttir kenndir í Hótel og matvælaskólanum í Kópavoginum og er mikill áhugi á að koma upp góðu sambandi á milli þessara skóla.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu








