Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Jóhann Ingi óvænt heiðraður á matarhátíð í Frakklandi

Birting:

þann

Jóhann Ingi slær á létta strengi

Jóhann Ingi slær á létta strengi. Hægra megin er Gilles Famillert kennari í Hótel og veitingaskólanum í Frakklandi

Jóhann Ingi Reynisson er yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel milli Bergen og Þrándheims í Noregi. Jóhann hefur verið er í samstarfi við hótel og veitingaskóla sem er um 20 km frá París í Frakklandi, en þar eru um 600 nemendur á hverju ári sem læra annað hvort matreiðslu, framreiðslu, sommelier, bakara og pastry.

F.v. Serge Durand aðstoðarmaður bæjarstjórans, Jóhann Ingi og Frank Vernin bæjarstjórinn í bænum Le mée

F.v. Serge Durand aðstoðarmaður bæjarstjórans, Jóhann Ingi og Frank Vernin bæjarstjórinn í bænum Le mée

Í fimm ár hefur Jóhann tekið við tveimur nemendum úr skólanum á ári hverju sem eru að læra matreiðslu og framreiðslu og þeir starfað á Rica Seilet til að æfa enskuna og skandinavíska matagerð.

Nú á dögunum eldaði Jóhann með kennurum úr skólanum ásamt fjölmörgum kokkum úr klúbbi matreiðslumeistara í Frakklandi á matarhátíð þar í landi og eftir hátíðina var Jóhanni óvænt boðið upp á svið og verðlaunaður fyrir vel unnin störf í samstarfið við hótel og veitingaskólann. Jafnframt var Jóhann formlega tekinn inn í klúbbinn og gerður að sendiherra þeirra í skandinavíu, en öll Rica hótelin tilheyra Scandic Seilet.

Jóhann Ingi ásamt Pierre André forseta Klúbbs Matreiðslumeistara og eiginkonu hans Pierre

Jóhann Ingi ásamt Pierre André forseta Klúbbs Matreiðslumeistara og eiginkonu hans Pierre

Frá vígslunni

Frá vígslunni

Frá vígslunni

Frá vígslunni

Jóhann segir að meðlimir voru yfir sig hrifnir þegar hann sagði þeim að á Íslandi eru franskir klassískir réttir kenndir í Hótel og matvælaskólanum í Kópavoginum og er mikill áhugi á að koma upp góðu sambandi á milli þessara skóla.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið