Smári Valtýr Sæbjörnsson
Jóhann Ingi óvænt heiðraður á matarhátíð í Frakklandi
Jóhann Ingi Reynisson er yfirmatreiðslumaður á Rica Seilet hótelinu sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel milli Bergen og Þrándheims í Noregi. Jóhann hefur verið er í samstarfi við hótel og veitingaskóla sem er um 20 km frá París í Frakklandi, en þar eru um 600 nemendur á hverju ári sem læra annað hvort matreiðslu, framreiðslu, sommelier, bakara og pastry.
Í fimm ár hefur Jóhann tekið við tveimur nemendum úr skólanum á ári hverju sem eru að læra matreiðslu og framreiðslu og þeir starfað á Rica Seilet til að æfa enskuna og skandinavíska matagerð.
Nú á dögunum eldaði Jóhann með kennurum úr skólanum ásamt fjölmörgum kokkum úr klúbbi matreiðslumeistara í Frakklandi á matarhátíð þar í landi og eftir hátíðina var Jóhanni óvænt boðið upp á svið og verðlaunaður fyrir vel unnin störf í samstarfið við hótel og veitingaskólann. Jafnframt var Jóhann formlega tekinn inn í klúbbinn og gerður að sendiherra þeirra í skandinavíu, en öll Rica hótelin tilheyra Scandic Seilet.
Jóhann segir að meðlimir voru yfir sig hrifnir þegar hann sagði þeim að á Íslandi eru franskir klassískir réttir kenndir í Hótel og matvælaskólanum í Kópavoginum og er mikill áhugi á að koma upp góðu sambandi á milli þessara skóla.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur