Freisting
Nýjar tegundir í matjurtargarðinum Í samstarfi við Samtök sunnlenskra kvenna
Landbúnaðarháskóli Íslands vill vekja athygli á sérsniðnu námskeiði sem ætlað er félagsmönnum í Samtökum sunnlenskra kvenna. Er um að ræða árvissan atburð í félagsstarfi kvennanna.
Námskeiðið í haust mun að þessu sinni fjalla um garðyrkjusögu Íslands, þróun hennar og hvert hún stefnir. Farið verður yfir helstu ræktunarmöguleika nýrra tegunda í heimilisgörðum. Kynntir verða nýir landnemar sem heppilegir eru til ræktunar í heimilisgörðum, s.s. kryddjurtir, laukar og kúrbítur.
Sýnikennsla verður á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem fjallað verður um notagildi nýrra tegunda á íslenskum grænmetismarkaði. Kennd verður meðhöndlun á grænmetinu sem og almenn notkun, þar sem heilbrigði og hollt fæði er haft í fyrirrúmi.
Kennarar á námskeiðinu verða fremstu menn á sínu sviði þeir, Ingólfur Guðnason garðyrkjubóndi á Engi og Árni Þór Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hvergerði.
Námskeiðið fer fram á Landbúnaðarháskóli Íslands, Reykjum Ölfusi og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 26. september, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hjá Guðrúnu Lárusdóttir endurmenntunarstjóra, netfang: [email protected] og vs: 433 5308. Námsskeiðsgjaldi er 6.000kr og eru gögn og veitingar innifaldar,
Heimasíða: www.hnlfi.is
Fréttatilkynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla