Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Svona mun Apótek Hótel líta út

Birting:

þann

Apótek Hótel

Miklar framkvæmdir eru núna í gangi á nýju og glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli sem heitir Apótek Hótel og er staðsett  á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

Byggingin var hönnuð árið 1917 af Guðjóni Samúelssyni fyrrum húsameistara ríkisins en Guðjón teiknaði margar af þekktustu byggingum Íslands, til að mynda Hótel Borg, Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju.

Á hótelinu verða 45 herbergi þar sem þriggja hæða turnsvítann er toppurinn á tilverunni.

Meðfylgjandi eru tölvuteiknaðar myndir af Apótek Hótelinu:

 

Á jarðhæð opnar Apótek Restaurant en að opnun veitingastaðarins standa eigendur veitingahúsana Tapasbarinn og Sushisamba ásamt lykilstjórnendum Apótek veitingahúss.  Framkvæmdir eru í fullum gangi á veitingastaðnum og er væntanleg opnun á næstunni.

 

Myndir: keahotels.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið