Uncategorized
Ölgerðin hlýtur gullverðlaun í heimsmeistarakeppni bjórtegunda
Á dögunum voru kynnt úrslit í World Beer Cup 2006 og stóðu Íslendingar þar í fyrsta skipti á verðlaunapalli. Það var Ölgerðin Egill Skallagrímsson sem fékk gullverðlaun fyrir Egils Lite bjór í þessari heimsmeistarakeppni bjórframleiðenda í flokki kolvetnissnauðra léttbjóra (American-Style Low-Carbohydrate Light Lager). Keppnin fór fram í Seattle en Samband bandarískra bjórframleiðenda hefur haldið keppnina annað hvert ár frá 1996. Athygli vakti að Egils Lite skaut Fosters ref fyrir rass en ástralski bjórrisinn þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin.
Alls voru 109 manns frá 18 löndum sem fengu það eftirsóknarverða hlutverk að dæma 2.221 bjórtegund frá 540 framleiðendum í 56 löndum sem tóku þátt í þessari stærstu og fjölbreyttustu gæðakeppni sem haldin er fyrir bjóra heimsins.
Í reglum keppninnar kemur fram að til að hljóta gullverðlaun í keppninni þarf bjórinn að vera framúrskarandi fulltrúi í sínum flokki á heimsvísu og hafa til að bera fullkomið jafnvægi í bragði, ilmi og útliti. Verðlaunin eru því mikil viðurkenning fyrir þróunarstarf Ölgerðarinnar en Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, hefur haft veg og vanda af þróun Egils Lite.
Tekið af heimasíðu Ölgerðarinnar.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum