Keppni
Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna 2006 – Úrslit
Í tengslum við sýninguna Matur 2006 fór fram fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd í keppnina þar sem dómarahópur dæmir vörunar eftir faglegum gæðum hennar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga eða 50 stig en svo fækkar þeim fyrir hvern galla sem finnst í eða á þeim. Varan er dæmd eftir fjölmörgum þáttum eins og innra og ytra útliti, bragði, og handbragði svo eitthvað sé nefnt. Í keppnina í ár bárust 123 vörur frá 23 kjötiðnaðarmönnum.
Kjötmeistari Íslands
Titilinn Kjötmeistari Íslands hlýtur sá kjötiðnaðarmaður sem fær flest stig samanlagt úr sex stigahæstu vörum sínum, en heimilt er að senda 10 vörur til keppni. Þann titil hlaut Helgi Jóhannsson frá Kjarnafæði og fengu vörur hans 287 stig af 300 stigum mögulegum sem er frábær árangur.
Athyglisverðasta nýjungin
Athyglisverðasta nýjung keppninnar var Saltkjöt og baunir frá Anton S. Hartmannssyni hjá KRÁS ehf. Sigurvaran í ár var einstök útgáfa á einum þjóðlegasta rétti okkar íslendingar sem í þessari útfærslu veitur möguleika á mun fjölbreyttari notkun en áður hefur sést.
Verðlaun búgreinafélaga
Búgreinafélögin eru samstarfsaðilar Meistarafélagsins og veita þau hvert um sig sérstök verðlaun.
Landsamband kúabænda veitir verðlaun fyrir besta áleggið úr nautakjöti og varð Sigurður Árni Geirsson frá Sláturfélagi Suðurlands hlutskarpastur með Tudda rudda nautakæfu.
Landssamtök sauðfjárbænda veita þeim kjötiðnaðarmanni veðlaun sem flest stig hlýtur fyrir innsendar vörur úr lambakjöti. Sigurvegari í ár var G. Þorri Helgason hjá Fjallalambi Kópaskeri.
Félag kjúklingabænda veitir sérstök verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr alifuglakjöti og var Gísli Stefánsson frá Sólfugli ehf. hlutskarpastur með Hunangsgljáða kalkúnabringu.
Svínaræktarfélag Íslands veitti verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr svínakjöti og sigraði Stefán E. Jónsson frá Kjarnafæði með Pepperoni .
Kjötfarmleiðendur hf. verðlaunuðu fyrir bestu vöruna unna úr hrossa- eða folaldakjöti og bar Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands sigur úr bítum með Eldhúspylsu.
Sérverðlaun
Danól/India veitti verðlaun fyrir bestu kæfuna eða paté og sigraði Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands með Bakaða lifrakæfu með sólberjahlaupi
ÍSAM og kryddfyrirtækið AVO veittu verðlaun fyrir bestu hjáverkuðu vöruna og varð Stefán E. Jónsson frá Kjarnafæði hlutskarpastur með Pepperoni .
Það er mál manna að fagkeppnin hafi sýnt það og sannað að íslenskur kjötiðnaður er í stöðugri þróun og sú færni sem býr hjá íslenskum kjötiðnaðarmönnum er fyllilega sambærilegt við það besta sem gerist erlendis.
Sjá nánar um verðlaunir og myndir hér (Pdf skjal)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða