Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fjallkonan sælkerahús er ný verslun með vörur beint frá heimavinnslubýlum
Fjallkonan sælkerahús opnar þann 18. júlí næstkomandi við Austurvegi 21 á Selfossi þar sem megináhersla er á vörur beint frá heimavinnslubýlum í héraðinu og víðar á Íslandi. Í versluninni verður hægt að kaupa nýtt og brakandi grænmeti beint úr uppsveitunum, grafinn silung og tvíreykt sauðakjöt, dýrindis nautasteikur og stóra hamborgara úr 100% nautakjöti beint úr Landeyjunum, sérstaka fjallkonukryddblöndu á borgarana og sérbakað hamborgarabrauð úr heilhveiti og kornum.
Í Fjallkonunni verður líka allskyns sælkeravara, ólífur og fleira antipasto í olíu, geitaostur og Gamli Óli, kryddpylsur og sinnep, kryddjurtir og heimagerður ís, jarðaber frá Silfurtúni, jurtate og síróp, íslenskt hunang og sultur, pestó úr íslenskri basilikku, svo eitthvað sé nefnt.
Eigendur eru þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir fjallkonur.
Mynd: Af facebook síðu Fjallkonan sælkerahús
/Smári
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir






