Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fjallkonan sælkerahús er ný verslun með vörur beint frá heimavinnslubýlum
Fjallkonan sælkerahús opnar þann 18. júlí næstkomandi við Austurvegi 21 á Selfossi þar sem megináhersla er á vörur beint frá heimavinnslubýlum í héraðinu og víðar á Íslandi. Í versluninni verður hægt að kaupa nýtt og brakandi grænmeti beint úr uppsveitunum, grafinn silung og tvíreykt sauðakjöt, dýrindis nautasteikur og stóra hamborgara úr 100% nautakjöti beint úr Landeyjunum, sérstaka fjallkonukryddblöndu á borgarana og sérbakað hamborgarabrauð úr heilhveiti og kornum.
Í Fjallkonunni verður líka allskyns sælkeravara, ólífur og fleira antipasto í olíu, geitaostur og Gamli Óli, kryddpylsur og sinnep, kryddjurtir og heimagerður ís, jarðaber frá Silfurtúni, jurtate og síróp, íslenskt hunang og sultur, pestó úr íslenskri basilikku, svo eitthvað sé nefnt.
Eigendur eru þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir fjallkonur.
Mynd: Af facebook síðu Fjallkonan sælkerahús
/Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný