Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hveragerði – Grillið hjá Möggu
Grillið hjá Möggu er nýr veitingastaður í Hveragerði við Breiðumörk 19 þar sem boðið er upp á það helsta af grillinu, girnilegu pulsu og kjúklingamixinu, ásamt ís og allt sem tilheyrir hefbundinni sjoppu. Eigendur eru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau reka einnig tjaldsvæðið í Hveragerði.

Lárus Borgar Hammer Ólafsson bakari er margt til listanna lagt, en hann aðstoðaði þau Margréti og Þór bróðir sinn í opnuninni og grillaði eins og herforingi fyrir gestina. Lárus lærði fræðin sín hjá Sissa í Bakarameistaranum Suðurveri, en hann byrjaði að læra kokkinn árið 1984 í fjölbraut fór svo beint í bakarann árið 1986 og starfar nú sem Sölumaður hjá Sælkeradreifingu/Ó.Johnson & Kaaber.
Opnunartími er frá 11:00 – 22:00 og lengur ef þörf er á, en formleg opnun var 6. júlí s.l. með hoppukastala, fríum hamborgurum, pylsum, pylsumixinu og fleira.
„Sérstaða veitingastaðarins eru hlýjar móttökur, fá borð og stólar og afar heimilislegt. Meðal annars erum við með morgunmat egg, beikon, brauð, djús og kaffi, fyrir tjaldsvæðigesti. Á boðstólnum eru um 20 réttir sem eru sóttir til Noregs og Danmökru, en réttur grillsins er meðal annars Grísasnitsel með kartöflubátum, salati og bernaissósu“, sagði Margrét í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu veitingastaðarins og hvað er á boðstólnum.
Er langþráður draumur að rætast hjá ykkur?
Já við höfum verið með þetta í maganum síðan ég var að vinna á Ferjugrillinu í Hanstholm Danmörku. Okkur langar að vera með smurbrauð í framtíðinni, rautt, hvítt og bjór, sagði Margrét enn frekar.
Margrét er fyrrverandi smurbrauðsdama frá Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum og eins í Noregi, Danmörku og starfar einnig sem leiðsögumaður frá MK.
Veitingagerinn.is óskar Grillinu hjá Möggu góðs gengis.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnuninni, en það var Lárus Ólafsson sem tók meðfylgjandi myndir og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Í gangi er Mögguleikur á facebook í tilefni af opnuninni og eftir 500 læk verður einn aðdáandi dreginn út og fær sá sami gjafabréf, Fjölskyldu Hamborgara Veisla fyrir 5. Endilega takið þátt.
Myndir: Lárus
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir














