Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í Hveragerði – Grillið hjá Möggu
Grillið hjá Möggu er nýr veitingastaður í Hveragerði við Breiðumörk 19 þar sem boðið er upp á það helsta af grillinu, girnilegu pulsu og kjúklingamixinu, ásamt ís og allt sem tilheyrir hefbundinni sjoppu. Eigendur eru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau reka einnig tjaldsvæðið í Hveragerði.
Opnunartími er frá 11:00 – 22:00 og lengur ef þörf er á, en formleg opnun var 6. júlí s.l. með hoppukastala, fríum hamborgurum, pylsum, pylsumixinu og fleira.
„Sérstaða veitingastaðarins eru hlýjar móttökur, fá borð og stólar og afar heimilislegt. Meðal annars erum við með morgunmat egg, beikon, brauð, djús og kaffi, fyrir tjaldsvæðigesti. Á boðstólnum eru um 20 réttir sem eru sóttir til Noregs og Danmökru, en réttur grillsins er meðal annars Grísasnitsel með kartöflubátum, salati og bernaissósu“, sagði Margrét í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu veitingastaðarins og hvað er á boðstólnum.
Er langþráður draumur að rætast hjá ykkur?
Já við höfum verið með þetta í maganum síðan ég var að vinna á Ferjugrillinu í Hanstholm Danmörku. Okkur langar að vera með smurbrauð í framtíðinni, rautt, hvítt og bjór, sagði Margrét enn frekar.
Margrét er fyrrverandi smurbrauðsdama frá Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum og eins í Noregi, Danmörku og starfar einnig sem leiðsögumaður frá MK.
Veitingagerinn.is óskar Grillinu hjá Möggu góðs gengis.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnuninni, en það var Lárus Ólafsson sem tók meðfylgjandi myndir og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.
Í gangi er Mögguleikur á facebook í tilefni af opnuninni og eftir 500 læk verður einn aðdáandi dreginn út og fær sá sami gjafabréf, Fjölskyldu Hamborgara Veisla fyrir 5. Endilega takið þátt.
Myndir: Lárus
/Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi