Starfsmannavelta
Þráinn matreiðslumeistari hugar að opnun hótel Valaskjálf
Valaskjálf var auglýst til sölu í mars 2013, en hótelið var þó í rekstri í sumar og nú hefur Þráinn Lárusson matreiðslumeistari undirritað kaupsamning á húsinu, með fyrirvara að hugmyndir hans séu framkvæmanlegar.
Ég er ekki búinn að kaupa Valaskjálf þannig lagað, en þetta er satt. Við skulum segja að ég hafi komist að samkomulagi við Landsbankann sem við undirrituðum seinni partinn í gær
, segir Þráinn í samtali við Austurfrétt nú um helgina.
Nú fer í hönd ofboðslega mikil vinna sem felst í því að fara í gegnum þetta hús og skoða hvað megi gera úr þessu, og hvort að hugmyndirnar sem ég hef með Valaskjálf gangi upp. Framhaldið byggist heilmikið á því. Það fer enginn út í svona fjárfestingar nema að fá tækifæri til að skoða þetta alveg ofan í kjölinn og meta hvort sú áætlun sem ég hef með þetta verkefni sé framkvæmanlegt.
Valaskjálf verður hótel
Sko, mín hugmynd er sú að færa Valaskjálf aftur til vegs og sóma og reka þarna aftur í hótel sem bæjarbúar geta verið stoltir af að eiga. Mér hefur fundist alveg ömurlega dapurt að horfa upp á hvernig þetta er búið að vera allt of lengi. En varðandi félagsheimilið, þá er hugmyndin að breyta salnum aftur í huggulegan og fallegan veislusal sem væri hugsaður sem samrekstur við hótelið. þar fengi menning að blómstra, tónleikahald og fleiri skemmtilegar uppákomur. Þarna yrði líka fullkomin aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur. Ég er ekki að sjá að það verði mikið af dansleikjum, en þarna yrði kjörið að halda árshátíðir, veislur og fleira. Það er einmitt þetta sem ég sé, það er ekkert hótel á svæðinu sem bíður upp á almennilegan veislusal, við þurfum svona sal
, bætir Þráinn við, en nánar er hægt að lesa á vef Austurfréttar hér.
Þráinn Lárusson á og rekur einnig Hótel Hallormsstað sem er stærsta hótelið á Austurlandi.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana