Starfsmannavelta
Lækjarbrekka kaupir Humarhúsið
Eigendur Lækjarbrekku hafa keypt rekstur Humarhússins við Amtmannsstíg 1 í Reykjavík, skrifað var undir kaupsamning í gær.
![Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/08/otto_gummi-300x208.jpg)
Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson á Forréttabarnum, en þeir stofnuðu Forréttabarinn við Tryggvagötu og seldu reksturinn í byrjun árs.
Humarhúsið verður áfram rekið í sömu mynd, allt starfsfólk heldur sinni vinnu, en sami leigusali er á Lækjarbrekku og Humarhúsinu.
Nýir eigendur taka við Humarhúsinu mánudaginn 1. september næstkomandi. Þeir félagar Guðmundur Þór Gunnarsson og Ottó Magnússon hafa verið eigendur Humarhússins og starfað þar til fjölda ára, Guðmundur í 22 ár og Ottó í 16 ár.
Ætli við slöppum ekki aðeins af, annars er fullt af spennandi hlutum í gangi
, sagði Ottó í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvað tæki við. Þeir félagar eiga veitingastaðinn Reykjavík Fish sem þeir munu reka áfram.
Kaupverðið á rekstri Humarhússins er ekki gefið upp.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný