Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gísli á Norræna matarhátíð í New York

Birting:

þann

Gísli á Norræna matarhátíð í New York

Frá 13. til 20. september næstkomandi verður haldin Norræn matarhátíð í New York, þar sem norrænir matreiðslumenn sýna listir sínar á veitingastöðum víðsvegar um borgina.

Í ár mun Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður og eigandi af Slippnum í Vestmannaeyjum taka þátt ásamt 24 öðrum norrænum matreiðslumönnum og eru engin smá nöfn þar á ferð, Frode Selvaag, Fredrik Berselius, Mads Refslund, Mathias Brogie, Sasu Laukkonen, Maria Östberg svo fá eitt sé nefnt.

Hér að neðan er vídeó frá hátíðinni sem haldin var í fyrra en þá tók Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill þátt:

 

Veitingageirinn.is mun fylgjast vel með Gísla og færa ykkur fréttir frá ferðalaginu í máli og myndum.

 

Mynd: skjáskot af northfoodfestival.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið