Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Noma og The Fat Duck með pop-up í Asíu og Eyjaálfu

Birting:

þann

René Redzepi

René Redzepi

Noma: René Redzepi fer með Noma 2 Michelin stjörnu staður til Tokyo í byrjun árs 2015 á Mandarin Oriental hótelinu dagana 9. janúar til 31. janúar og verður lokað á meðan í Kaupmannahöfn.

Mögulegt verður að panta borða frá og með 23. júni 2014, en kostnaður er eftirfarandi, hádegisverður 39000 yen plús skattar og þjónustugjöld, kvöldverður kostar 149500 yen plús skatta og þjónustugjald en þá er innifalið gisting í Mandarin grand herbergi, morgunverður og gjöf og gildir fyrir tvo.

Er þetta í annað sinn sem Noma fer í pop-up uppákomu en árið 2012 voru þau á London’s Claridge’s í tilefni Ólympíuleikanna í London.

Verður spennandi að fylgjast með hvernig Japanir taka á móti nýnorrænni matargerð í sínum flottasta búning.

Heston fer með The Fat Duck til Crown Melbourne Resort í Ástralíu

Heston fer með The Fat Duck til Crown Melbourne Resort í Ástralíu

The Fat Duck: Heston Blumenthal fer með The Fat Duck 3 stjörnu Michelin veitingastað sinn til Crown Melbourne Resort í Ástralíu, í sex mánuði áður en staðurinn kemur aftur til Bray.

Staðnum verður lokað í desember 2014 og opnar í febrúar 2015 og verður opið eins og áður segir í sex mánuði og er því lýkur mun Heston og group Executive Head Chef Ashley Palmer-Watts opna Dinner by Heston Blumenthal.

Þessi uppákoma með The Fat Duck er til að fagna 20 ára afmæli staðarins.

Verður gaman að fylgjast með honum og hvernig tekst til og ekki ósennilegt að fleiri stjörnu matreiðslumenn fylgi í fótspor þeirra René og Heston.

 

Myndir: noma.dk og thefatduck.co.uk

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið