Starfsmannavelta
Næstum 80 milljóna kröfur í þrotabú Rizzo Pizzeria
Engar eignir fundust upp í rétt rúmlega 79,1 milljóna króna kröfur í þrotabú pitsastaðarins Rizzo Pizzeria. Veitingastaðurinn var úrskurðaður gjaldþrota í október í fyrra og lauk skiptum nú 30. maí síðastliðinn.
Nokkrir veitingastaðir voru reknir á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Rizzo Pizzeria áður en fyrirtækið fór í þrot. Veitingastöðum í Bæjarlind í Kópavogi var búið að loka þegar það gerðist og hafði Dominos tekið yfir reksturinn í Hraunbæ í Reykjavík. Annar veitingastaður hefur þegar verið opnaður þar sem Rizzo Pizzeria var áður við Grensásveg.
Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og einn eigenda Rizzo Pizzeria, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra ástæðuna fyrir gjaldþrotinu þá að staðurinn hafi ekki gengið og samkeppnin verið hörð.
Mynd: úr safni
Greint frá á vb.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi