Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Stórglæsileg veisla hjá sælkera matarklúbbnum á Akureyri

Birting:

þann

Matarklúbburinn á Akureyri

Á Akureyri er sannkallaður sælkera matarklúbbur sem hittist reglulega og á notalega stund yfir mat og drykk. Í klúbbnum eru miklir matgæðingar og að auki eru fagmenn, framfreiðslumaður, matreiðslumenn svo ekki þarf að leita langt yfir skammt til að fá faglegt álit. Klúbbmeðlimir eru; Vilborg Sigurðardóttir og Arnar Tryggvason, Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir og Kristinn Frímann Jakobsson, Harpa Friðriksdóttir og Dýri Bjarnar Hreiðarsson, Lísbet Patrisía Gísladóttir og Ómar Skarphéðinsson.

Eitt kalt og stillt janúarkvöld hittist klúbburinn, en matarklúbburinn hefur verið starfræktur í rúmlega 4 ár. Ítarleg og skemmtileg umfjöllun um klúbbinn birtist í Gestgjafablaðinu nú á dögunum.

Stórglæsileg veisla og matseðillinn var eftirfarandi:

Smakk: Laxapönnukökur með rjómaosti og dilli.

Smakk:
Laxapönnukökur með rjómaosti og dilli.

Smakk: Grafin gæsabringa með piparrótarsósu og bláberjaediksósu

Smakk:
Grafin gæsabringa með piparrótarsósu og bláberjaediksósu

1. réttur Sushi pizza með grálúðukinnum

1. réttur
Sushi pizza með grálúðukinnum

2. réttur Confit gæsalæri með kartöflustöppu

2. réttur
Confit gæsalæri með kartöflustöppu

3. réttur Mojito Sorbet

3. réttur
Mojito Sorbet

4. réttur Steiktur Þorskhnakki með villisveppabyggotto og sultaðri fenníku

4. réttur
Steiktur Þorskhnakki með villisveppabyggotto og sultaðri fenníku

5. réttur Hreindýr og humar með humarfroðu

5. réttur
Hreindýr og humar með humarfroðu

6. réttur Súkkulaðimús, (hvít og dökk) með pistasíuís

6. réttur
Súkkulaðimús, (hvít og dökk) með pistasíuís

Meðfylgjandi myndir tók Auðunn Níelsson og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Myndir: Auðunn Níelsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið