Smári Valtýr Sæbjörnsson
UNO býður upp á Aperitivo og innifalið er „antipasti“ hlaðborð
Veitingastaðurinn UNO ætlar um komandi helgi að bjóða upp á aperitivo eins og vinsælt er á Ítalíu. Margir íslendingar sem hafa ferðast til Ítalíu, hvort sem er í skíða-, sólar- eða menningarferðir þekkja þessa skemmtilegu hefð og hafa saknað þess að hvergi sé hægt að fá ekta Ítalskan aperitivo í miðbænum.
Fyrir þá sem ekki þekkja fer aperitivo fram á milli 17:00 og 19:00 á hinum hefðbundna eftir vinnu / Happy hour tíma. Fólk hittist á barnum og fær sér drykk, oft glas af freyðivíni, og innifalið í verði drykkjarins er smá matarbiti, segir í fréttatilkynningu.
Kokkarnir á UNO, sem eru fyrir löngu orðnir þekktir fyrir heimatilbúna pastað, ætla að setja upp lítið hlaðborð með ólívum og öðru „antipasti“, skinkum, pylsum auk sýnishorna af réttum á matseðlinum.
Aperitivo verður í boði á UNO fimmtudag, föstudag og laugardag næstu helgar.
Mynd: aðsend
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum






