Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Makona er nýr veitingastaður við Borgartún 26: Myndir frá opnunarhátíð staðarins
Nýr veitingastaður, Makona, opnaði dyr sínar við Borgartún 26 í Reykjavík þann 22. janúar síðastliðinn og hefur þegar vakið athygli fyrir metnaðarfulla nálgun á mat og þjónustu. Makona býður upp á fjölbreytt hádegisverðarhlaðborð, spennandi kvöldverðarseðil, dögurð, veisluþjónustu og sérhæfða fyrirtækjaþjónustu, þar sem áhersla er lögð á gæði, bragð og hlýlegt andrúmsloft.
Á matseðli Makona má finna allt frá ljúffengum veganréttum til vandaðra kjöt og fiskirétta, ásamt ferskum salötum og nærandi súpum sem ætlað er að næra bæði líkama og sál. Hádegisverðarhlaðborðið er sérstaklega sett saman sem bragðferðalag um heiminn og er borið fram með gæða kaffi, vel völdu víni, spennandi kokteilum og sérbrugguðum bjór.
Hönnun veitingastaðarins er í höndum Basalt Architects, sem hefur starfað frá árinu 2009 og er þekkt fyrir vandaða og nútímalega hönnun hérlendis sem og erlendis. Rýmið endurspeglar hugmyndafræði Makona þar sem litir, efni og stemning vinna saman að heildstæðri upplifun fyrir gesti.
Nafn staðarins, Makona, á rætur að rekja til márísku og merkir „saddur“, sem á vel við þá upplifun sem stefnt er að. Opnunarhátíð veitingastaðarins fór fram úr björtustu vonum, þar sem gott andrúmsloft, tónlist, litir og bragð sameinuðust í eftirminnilega matarupplifun sem setti tóninn fyrir starfsemina fram undan.
Myndband
Matseðill vikunnar
Myndir og vídeó: facebook / makona.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður



















