Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Makona er nýr veitingastaður við Borgartún 26: Myndir frá opnunarhátíð staðarins

Birting:

þann

Makona er nýr veitingastaður við Borgartún 26 - Myndir frá opnunarhátíð staðarins

Nýr veitingastaður, Makona, opnaði dyr sínar við Borgartún 26 í Reykjavík þann 22. janúar síðastliðinn og hefur þegar vakið athygli fyrir metnaðarfulla nálgun á mat og þjónustu. Makona býður upp á fjölbreytt hádegisverðarhlaðborð, spennandi kvöldverðarseðil, dögurð, veisluþjónustu og sérhæfða fyrirtækjaþjónustu, þar sem áhersla er lögð á gæði, bragð og hlýlegt andrúmsloft.

Makona er nýr veitingastaður við Borgartún 26 - Myndir frá opnunarhátíð staðarins

Á matseðli Makona má finna allt frá ljúffengum veganréttum til vandaðra kjöt og fiskirétta, ásamt ferskum salötum og nærandi súpum sem ætlað er að næra bæði líkama og sál. Hádegisverðarhlaðborðið er sérstaklega sett saman sem bragðferðalag um heiminn og er borið fram með gæða kaffi, vel völdu víni, spennandi kokteilum og sérbrugguðum bjór.

Hönnun veitingastaðarins er í höndum Basalt Architects, sem hefur starfað frá árinu 2009 og er þekkt fyrir vandaða og nútímalega hönnun hérlendis sem og erlendis. Rýmið endurspeglar hugmyndafræði Makona þar sem litir, efni og stemning vinna saman að heildstæðri upplifun fyrir gesti.

Makona er nýr veitingastaður við Borgartún 26 - Myndir frá opnunarhátíð staðarins

Eldhústeymi Makona tilbúið í slaginn í nýju aðstöðunni við Borgartún.

Nafn staðarins, Makona, á rætur að rekja til márísku og merkir „saddur“, sem á vel við þá upplifun sem stefnt er að. Opnunarhátíð veitingastaðarins fór fram úr björtustu vonum, þar sem gott andrúmsloft, tónlist, litir og bragð sameinuðust í eftirminnilega matarupplifun sem setti tóninn fyrir starfsemina fram undan.

Myndband

Matseðill vikunnar

Myndir og vídeó: facebook / makona.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið