Frétt
Tyrknesk yfirvöld herða reglur: Framleiðendur sem hyggjast senda matvæli til Tyrklands þurfa skráningu hjá yfirvöldum

Nýlega bárust Matvælastofnun þær upplýsingar að frá og með 1. janúar 2026 þurfa framleiðendur sem vilja flytja mjólkurafurðir, sjávarafurðir, gelatín og kollagen til Tyrklands að vera á lista yfir samþykkta framleiðendur hjá þarlendum yfirvöldum.
Sendingum með vörum af ofangreindum toga verður hafnað sé viðkomandi framleiðandi ekki á listanum. Matvælastofnun hefur þegar sent póst til þeirra aðila sem hafa sögu um útflutning en auglýsir einnig eftir öðrum áhugasömum framleiðendum.
Til að óska eftir skráningu á lista eru framleiðendur beðnir um að fara vandlega yfir efnið í þessari frétt og hafa síðan samband í gegnum netfangið [email protected]
Til þess að öðlast samþykki hjá tyrkneskum yfirvöldum þarf Matvælastofnun að leggja fram lista yfir framleiðendur, yfirlýsingu og undirritaðan gátlista fyrir hvert og eitt fyrirtæki.
Til að tryggja helgun að verkefninu og auðvelda úrvinnslu óskar Matvælastofnun eftir því að framleiðendur sem vilja vera skráðir í Tyrklandi
fylli út gátlistann hér, undirriti hann og sendi á [email protected].
Atriði listans varða almenna hollustuhætti í framleiðslu matvæla. Nánari útfærsla á staðfestingu og eftirliti Matvælastofnunar verður útfærð síðar.
Framleiðendur þurfa að staðfesta þátttöku og senda undirritaðan gátlista svo fljótt sem auðið er, en í síðasta lagi 30. nóvember.
Framleiðendur þessara afurða þurfa að vera skráðir með leyfi til útflutnings til Tyrklands (
listi yfir tollskrárnúmer)
Mynd: úr safni
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





