Markaðurinn
Kjarakönnun MATVÍS – Fimm heppnir fá helgarleigu í orlofshúsi
Mikilvægur liður í þjónustu MATVÍS er að veita félagsfólki upplýsingar um kjarasamningsbundin réttindi og markaðslaun. Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sér þessa dagana um framkvæmd könnunar um kjör félagsfólks MATVÍS. Félagsfólki hefur borist tölvupóstur og SMS-skilaboð vegna þessa.
Í könnuninni er spurt um laun í september, auk annarra þátta. MATVÍS mun nýta niðurstöðurnar til að geta gefið félagsfólki sínu betri upplýsingar um markaðslaun innan félagsins. Þín þátttaka skiptir miklu máli svo hægt sé að ná sem bestum upplýsingum um kjör félagsfólks.
Vinningar fyrir þátttöku
Örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnun verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgarleigu í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.
Könnunin er tekin á Mínum síðum , undir flipanum kannanir.
Mynd: Matvis.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






