Markaðurinn
20% auka afsláttur á borðbúnaði frá Churchill og Dudson
Frá og með 8. október til 24. desember bjóðum við ykkur 20% auka afslátt ofan á núverandi kjör á öllum borðbúnaði frá Churchill og Dudson.
Aðeins um Churchill
Churchill er eitt af leiðandi fyrirtækjum í framleiðslu á borðbúnaði, þekkt fyrir sína vönduðu framleiðslu, langa sögu og nýsköpun. Með áherslu á hágæða hráefni, sjálfbærni og hönnun sem sameinar rótgrónar hefðir og nútíma þarfir, hefur Churchill náð að stilla sér upp í fremstu röð á meðal borðbúnaðarframleiðenda. Ef þú ert að leita að borðbúnaði sem bæði er fallegur og endingargóður, er Churchill frábært val.
Aðeins um Dudson
Dudson var stofnað í Bretlandi árið 1800 og hefur því aldalanga reynslu í framleiðslu borðbúnaðar. Árið 2017 varð Dudson hluti af Churchill og er í dag framleitt í sömu verksmiðjum. Markmið Dudson hafa þó ekki breyst en þau eru að framleiða vandaðan, nútímalegan borðbúnað sem passa fyrir hvaða tilefni sem er. Vörurnar frá Dudson eru sterkar og endingargóðar sem skiptir miklu máli fyrir hótel og veitingastaði.
Kynntu þér fjölbreytt úrval af vörunum á vefsíðunni okkar asbjorn.is.
Nú er því kjörið tækifæri til að endurnýja borðbúnaðinn og eða fylla á það sem vantar.
Hafið samband við sölumann til að fá verð og hugmyndir. Hægt er að koma til okkar í nýja sýningarsalinn á Suðurlandsbraut 26, senda tölvupóst í [email protected] eða hringja í síma 414-1100.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






