Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gísli Matt opnar Ylju við Laugarás – byltingarkenndur veitingastaður í hjarta gróðursældar og heitra lauga
Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson, betur þekktur sem Gísli Matt, leiðir nýtt og metnaðarfullt veitingahús við Laugarás Lagoon þar sem náttúra, sjálfbærni og hráefni úr héraði ráða ferð. Veitingastaðurinn Ylja, sem opnar nú í haust, er byggður á hugmyndafræði beint frá býli á diskinn.
Á vef breakingtravelnews.com kemur fram að áherslan er á hráefni úr nágrenninu, bæði frá bændum og gróðurhúsum sem nýta jarðhita svæðisins. Matseðillinn tekur stöðugt breytingum í takt við árstíðir, villtar jurtir, þang og ber fá sinn sess og markmiðið er að lágmarka sóun og sýna að sjálfbærni og metnaður geta farið saman.
Ylja býður fjölbreytta upplifun. Á daginn er boðið upp á léttari rétti eins og súpuhlaðborð, salöt og nýbakað brauð, auk grillaða lambalæri eða þorsk með jurtasósu og söl. Eftir klukkan fimm tekur við „fine dining“ eldhús þar sem gestir njóta fimm rétta ferðalag eftir hráefni árstíðanna, til dæmis með bleikju, hægelduðum þorskfille eða grillaðri sellerísteik.
Drykkjaseðillinn er sniðinn að sömu hugsun. Vínlistinn inniheldur fjölbreytt úrval náttúru- og lífrænna vína frá smærri framleiðendum og barinn býður upp á kokteila sem fanga bragð og lykt Laugarássvæðisins. Þar má nefna Laugarás Highball með íslensku gini og jurtum úr gróðurhúsunum eða Coffee & Rye sem endurskapar espresso martini með endurnýttum kaffileifum.
Veitingastaðurinn tekur um 80 gesti inni og býður einnig upp á einkarými fyrir hópa, með útsýni yfir heitar laugar og listaverk eftir Sigmund Freysteinsson. Ylja er opinn í tengslum við norðurljósatímann og gestir geta sameinað bað í heitum laugum, sýn á himingeisla og máltíð frá einum fremsta kokki landsins.
Frá 20. nóvember bætist hátíðlegur jólaseðill við og verður í boði um helgar fram að jólum. Með þessari nýjung festir Gísli Matt sig enn frekar í sessi sem leiðandi hugmyndasmiður í íslenskri matargerð, þar sem staðbundið hráefni, listfengi og náttúran sjálf mynda eina heild.
Myndir: gislimatt.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup








