KM
Matreiðslumaður Ársins 2008
Forkeppni fyrir keppnina um Matreiðslumann ársins 2008 verður haldin þann 23. september í Hótel og Matvælaskólanum.
Þar verða valdir 5 keppendur sem fara í úrslitakeppni.
Fyrirkomulag úrslitakeppni verður kynnt síðar.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu og hafa staðfest þátttöku með greiðslu keppnisgjalds kr. 20.000.- fyrir 5. september
Fimm efstu komast í úrslitakeppnina, ekki eru gefin upp sæti.
Tilkynnt verður samdægurs hverjir komast áfram.
Keppendur eiga að koma með allt hráefni sjálfir, eins mikið forunnið/eldað og þeir kjósa.
Ekkert hráefni fáanlegt á keppnisstað.
Hráefni og uppsetning:
Eldaður er aðalréttur og eftirréttur fyrir 6 manns sem eru framreiddir á diskum.
(5 fyrir dómara)
Í forkeppninni eiga keppendur að elda aðalrétt sem saman stendur af
Ýsu að lágmarki 50% af fiskmeti.
Kartöflu smælki.
Túnsúru (hundasúru)
Eftirrétt sem inniheldur rabarbara að lágmarki 50% af rétti
Þema keppninnar er nútíma eldhús
Dæmt er eftir NKF reglum nema að vægi dóma í forkeppni er eftirfarandi
Vægi dóma:
Eldhúsvinna, hreinlæti og tímasetningar 10%
Framsetning/samsetning 40%
Bragð 50%
Áhöld:
Eldhúsin verða án smá áhalda svo keppendur þurfa að koma með öll áhöld með sér
Dómarar:
Dæmt verður með blind smakki og dómarar verða 5 sem allir hafa lokið Dómaranámskeiði NKF.
Auk tveggja eldhúsdómara
Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem er svartar buxur,hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.
Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á Íslensku og ensku í tölvutæku formi, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs Matreislumeistara.
Skráning
Keppnisgjald er kr. 20.000,-
Skráningarfrestur er til 5. september 2008
Í skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn
Vinnustaður
e-mail
Aldur
Greiðandi
Nefnd um Matreiðslumann Ársins
http://www.freisting.is/Default.asp?Page=245
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?