Frétt
Matvælastofnun varar við: Vanmerktar vörur á borðum Íslendinga
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í sósu
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir sojabaunum við neyslu á Mang Thomas All purpose Sauce regular sem fyrirtækið Dai Phat flytur inn. Sósurnar eru vanmerktar og því innkallaðar í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum Evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF.
Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Mang Thomas
- Vöruheiti: All Purpose Sauce Regular
- Geymsluþol: Best fyrir dags. 30.11.2025, 01.12.2025 og 01.02.2026.
- Nettómagn: 330 g
- Framleiðandi: Mang Tomas
- Framleiðsluland: Filippseyjar
- Innflytjandinn: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í pálmasykri
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir súlfíti (brennisteinsdíoxíði) við neyslu á einni lotu af pálmasykri frá Thai dancer vegna þess að súlfítið kemur ekki fram í merkingum vörunnar. Fyrirtækið Dai Phat ehf. sem flytur vöruna inn hefur innkallað hana í samráði við heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Sama vara en önnur framleiðslulota var innkölluð í maí síðastliðnum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Thai Dancer
- Vöruheiti: Palm sugar
- Lotunúmer: 301123
- Geymsluþol: Best fyrir dags. 30.11.2025.
- Framleiðsluland: Taíland
- Innflytjandi: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14
Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki heldur farga eða skila þeim í þeirri verslun sem þær voru keyptar gegn endurgreiðslu. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í númerið 765-2555.
Myndir: mast.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






