Vertu memm

Bocuse d´Or

Hinrik Lárusson keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d’Or 2027

Birting:

þann

Hinrik Lárusson

Hinrik Örn Lárusson hlaut nafnbótina Kokkur ársins 2024 og verður fulltrúi Íslands í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or árið 2027.

Matreiðslumeistarinn Hinrik Örn Lárusson var formlega kynntur sem fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or, virtustu matreiðslukeppni heims, sem fram fer í Lyon í Frakklandi árið 2027.

Kynningin fór fram á blaðamannafundi í dag, föstudaginn 28. júní kl. 12:00, í húsnæði Fastus að Höfðabakka 7. Þar var fjölmiðlafólki boðið í glæsilegan brunch með kræsingum og góðum drykkjum, þar sem stemningin var í senn hátíðleg og metnaðarfull.

Með þessari kynningu hefst tveggja ára krefjandi og spennandi undirbúningsferli þar sem ekkert verður til sparað. Ísland hefur áður átt gott gengi í Bocuse d’Or – þar hafa Viktor Örn Andrésson og Hákon Már Örvarsson unnið til bronsverðlauna, sem eru besti árangur þjóðarinnar til þessa. Nú er stefnan sett hærra – að komast alla leið á toppinn.

„Mér líst vel á þetta tveggja ára ferðalag og hlakka til að hefja störf. Nú hefst vinnan utan eldhússins – að finna aðstoðarfólk, hitta hönnuði og sinna ýmsu öðru sem verður bæði krefjandi og skemmtilegt.“

Segir Hinrik

Hinrik hefur unnið lengi við fagið og byrjaði ungur að árum í eldhúsinu. Hann hefur skapað sér orð fyrir næmt auga fyrir smáatriðum og einstaka sköpunargáfu – hæfileika sem vekja vonir um að Ísland gæti komist á verðlaunapall í þessari virðulegu alþjóðakeppni.

Ísland stendur frammi fyrir því að keppa við þjóðir sem eyða tugum milljóna í sína keppendur, en með Hinrik hefur Ísland fundið sinn Davíð gegn Golíat. Metnaðurinn er mikill, og með þessum viðburði hefst vegferð sem lýkur með úrslitakeppni í Lyon árið 2027.

Fjölmiðlum gafst tækifæri til að spjalla við Hinrik, kynnast sýn hans og fylgjast með fyrstu skrefunum í þessu metnaðarfulla verkefni.

Fleiri fréttir um Hinrik hér.

Mynd: Mummi Lú

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið