Bocuse d´Or
Hinrik Lárusson keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d’Or 2027

Hinrik Örn Lárusson hlaut nafnbótina Kokkur ársins 2024 og verður fulltrúi Íslands í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or árið 2027.
Matreiðslumeistarinn Hinrik Örn Lárusson var formlega kynntur sem fulltrúi Íslands í Bocuse d’Or, virtustu matreiðslukeppni heims, sem fram fer í Lyon í Frakklandi árið 2027.
Kynningin fór fram á blaðamannafundi í dag, föstudaginn 28. júní kl. 12:00, í húsnæði Fastus að Höfðabakka 7. Þar var fjölmiðlafólki boðið í glæsilegan brunch með kræsingum og góðum drykkjum, þar sem stemningin var í senn hátíðleg og metnaðarfull.
Með þessari kynningu hefst tveggja ára krefjandi og spennandi undirbúningsferli þar sem ekkert verður til sparað. Ísland hefur áður átt gott gengi í Bocuse d’Or – þar hafa Viktor Örn Andrésson og Hákon Már Örvarsson unnið til bronsverðlauna, sem eru besti árangur þjóðarinnar til þessa. Nú er stefnan sett hærra – að komast alla leið á toppinn.
„Mér líst vel á þetta tveggja ára ferðalag og hlakka til að hefja störf. Nú hefst vinnan utan eldhússins – að finna aðstoðarfólk, hitta hönnuði og sinna ýmsu öðru sem verður bæði krefjandi og skemmtilegt.“
Segir Hinrik
Hinrik hefur unnið lengi við fagið og byrjaði ungur að árum í eldhúsinu. Hann hefur skapað sér orð fyrir næmt auga fyrir smáatriðum og einstaka sköpunargáfu – hæfileika sem vekja vonir um að Ísland gæti komist á verðlaunapall í þessari virðulegu alþjóðakeppni.
Ísland stendur frammi fyrir því að keppa við þjóðir sem eyða tugum milljóna í sína keppendur, en með Hinrik hefur Ísland fundið sinn Davíð gegn Golíat. Metnaðurinn er mikill, og með þessum viðburði hefst vegferð sem lýkur með úrslitakeppni í Lyon árið 2027.
Fjölmiðlum gafst tækifæri til að spjalla við Hinrik, kynnast sýn hans og fylgjast með fyrstu skrefunum í þessu metnaðarfulla verkefni.
Mynd: Mummi Lú
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu





