Markaðurinn
Frá Íslandi til New York: Hugi Rafn og Wiktor í ævintýri með Cacao Barry – Myndaveisla
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024 sem Garri heldur árlega hlutu í verðlaun spennandi námskeið hjá Cacao Barry í New York, þar sem þeir fengu að sækja sér innblástur og dýpka þekkingu sína með fremstu fagmönnum í greininni.
Við fengum skemmtilegar myndir frá ferðinni til að deila með ykkur.
Eftirréttur ársins 2024: Hugi Rafn Stefánsson
Konfektmoli ársins 2024: Wiktor Pálsson
Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá 2017. Þessar keppnir hafa skapað sér sterka stöðu sem vettvangur fyrir nýsköpun, sköpunargleði og fagmennsku.
Nú styttist í næstu keppni og undirbúningur er þegar hafinn hjá Garra. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla fagmenn til að stíga fram og sýna hvað í þeim býr. Nánari upplýsingar um dagsetningu og skráningu verða birtar fljótlega á vefsíðu Garra – fylgist með!
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu


















