Frétt
Kastrup lokað vegna skattaskulda – Jón Mýrdal: Ég hélt að ég hefði helgina
Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu 6 lokaði skyndilega dyrum sínum í hádeginu í dag, þegar fulltrúar hins opinbera innsigluðu staðinn vegna vangreiddra skatta. Eigandi staðarins, Jón Mýrdal, greinir frá málinu í einlægri færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann biðst afsökunar á því að gestir með bókanir um helgina muni mæta að lokuðum dyrum.
„Mikið væri ég til í að taka á móti ykkur,“ skrifar Jón, sem segist hafa talið að hann hefði fram á mánudag til að klára samninga vegna skuldarinnar. Hann undirstrikar að veitingastaðurinn sé ekki gjaldþrota, en að um sé að ræða skattaskuld sem hafi hlaðist upp eftir erfið ár – skuld sem hann segist axla fulla ábyrgð á.
Að hans sögn komu embættismenn á staðinn upp úr hádegi á föstudag og lokuðu honum formlega. „Að hið opinbera taki slíka ákvörðun á föstudagseftirmiðdegi er ekkert djók,“ segir Jón og bætir við að engin þeirra tilrauna sem hann gerði til að ná sambandi við þá sem tóku ákvörðunina hafi borið árangur.
„Eftir stendur að lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir náðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Það finnst mér ömurlegt og ég bið ykkur innilega afsökunar á því,“ segir hann í færslunni.
Jón segist ætla að leita samninga strax á mánudag, þegar skrifstofur hins opinbera opna á ný. Hann endar færsluna með von um bjartari tíma: „Lifi Kastrup!“
Mynd: facebook / Kastrup
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






