Vertu memm

Starfsmannavelta

57 Burger King staðir í óvissu eftir gjaldþrot Consolidated Burger Holdings

Birting:

þann

Burger King

Consolidated Burger Holdings, stór rekstraraðili Burger King veitingastaða í Flórída og Suður-Georgíu, hefur lýst yfir gjaldþroti. Félagið rekur alls 57 staði og hefur glímt við miklar skuldir, veikburða sölu og áskoranir í rekstri, sérstaklega eftir heimsfaraldurinn.

Samkvæmt gögnum frá dómstólum nemur heildarskuldbinding Consolidated Burger Holdings um 36,6 milljónum dollara, þar af eru rúmlega 14 milljónir í skuldir. Félagið hefur sýnt tap á rekstrarreikningi síðustu tvö ár og hafði minna en 179.000 dollara í lausafé þegar það sótti um vernd samkvæmt kafla 11 í bandarískum gjaldþrotalögum.  Það þýðir að fyrirtæki sækja um vernd fyrir dómstólum gegn kröfuhöfum sínum meðan það reynir að endurskipuleggja skuldir sínar og halda áfram rekstri.

Þrátt fyrir að hafa unnið með fjárfestingabanka að söluferli og átt fjölda funda með mögulegum kaupendum, tókst ekki að finna viðunandi aðila áður en til gjaldþrots kom.

Í dómsskjölum kemur fram að Consolidated Burger Holdings kenni tap á umferð við veitingastaðina eftir heimsfaraldurinn um tekjuskerðingu sína. Á sama tíma jókst kostnaður við matvöru og vinnuafl varð síður aðgengilegt, sem ýtti undir fjárhagsvanda fyrirtækisins. Þótt sumir staðanna séu arðbærir, skilar stór hluti þeirra tapi, sem hefur gert greiðslu skulda afar erfiða.

Í frétt Financial Times kemur fram að  þá átti fyrirtækið einnig í ágreiningi við höfuðstöðvar Burger King. Í janúar 2024 höfðaði Burger King mál gegn Consolidated vegna meintrar vanrækslu á því að endurnýja ákveðna staði í samræmi við kröfur. Deilan lauk með sátt í september sama ár, en þá var fyrirtækið þegar í miðri söluviðræðum bið væntanlega kaupendur.

Kröfur Burger King vörumerkisins í heild hafa aukið á vanda rekstraraðila þess. Eftir heimsfaraldurinn hafa markaðsaðgerðir keðjunnar ekki skilað tilætluðum árangri, og samanborið við keppinauta eins og McDonald’s og Wendy’s eru tekjur á hvern stað verulega lægri. Að meðaltali skila Burger King staðir um 500.000 dollurum lægri tekjum á ári en staðir Wendy’s.

Þessi þróun hefur haft áhrif á fjölda stærri rekstraraðila keðjunnar; nokkrir þeirra hafa annað hvort farið í gjaldþrot eða staðið á barmi þess síðan árið 2023. Þessi nýjasta gjaldþrotabeiðni Consolidated Burger Holdings er enn eitt dæmið um hvernig háir rekstrarkostnaðir og veikburða sala hafa grafið undan rekstri stórra veitingakeðja undanfarin ár.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður óx heildarvelta Burger King aðeins um 0,2% á árinu 2024, sem sýnir hversu snúið rekstrarumhverfið hefur verið fyrir skyndibitamarkaðinn í heild sinni.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið