Vertu memm

Freisting

Íslenskur veitingastaður á listanum Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008

Birting:

þann

Aðilar frá Condé Nest heimsóttu yfir 32 lönd og heimsóttu á annað hundrað staða í sinni yfirferð og borðaðar voru nokkur hundruð máltíðir. Á endanum náðu 105 staðir inn á listann.

Sá staður á Íslandi sem hlaut þann heiður að fara á listann er Fiskmarkaðurinn (The Fish Market www.fiskmarkadurinn.is ) eldhúsið leiðir Hrefna Rós Sætran yfirmatreiðslumaður og eigandi.

Við á Freistingu óskum Fiskmarkaðsmönnum til hamingju með árangurinn og er hann enn ein skrautfjöður í hatt matargerðar á Íslandi.

Þetta er í þriðja sinn sem íslenskur staður ratar inn á þennan lista en árið 2004 var Sjávarkjallarinn á listanum og 2007 var Silfur á þessum sama lista, þannig að landið er á kortinu hjá þessum aðilum og til að toppa þetta þá er Texture ( www.texture-restaurant.co.uk ) hjá Agnari Sverrissyni einnig á listanum og færum við honum okkar hamingjuóskir í tilefni þess.

Listann er hægt að skoða á www.concierge.com

Uppfært: Leiðrétting á frétt

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið