Freisting
Íslenskur veitingastaður á listanum Condé Nast Traveler Hot List Tables 2008
Aðilar frá Condé Nest heimsóttu yfir 32 lönd og heimsóttu á annað hundrað staða í sinni yfirferð og borðaðar voru nokkur hundruð máltíðir. Á endanum náðu 105 staðir inn á listann.
Sá staður á Íslandi sem hlaut þann heiður að fara á listann er Fiskmarkaðurinn (The Fish Market www.fiskmarkadurinn.is ) eldhúsið leiðir Hrefna Rós Sætran yfirmatreiðslumaður og eigandi.
Við á Freistingu óskum Fiskmarkaðsmönnum til hamingju með árangurinn og er hann enn ein skrautfjöður í hatt matargerðar á Íslandi.
Þetta er í þriðja sinn sem íslenskur staður ratar inn á þennan lista en árið 2004 var Sjávarkjallarinn á listanum og 2007 var Silfur á þessum sama lista, þannig að landið er á kortinu hjá þessum aðilum og til að toppa þetta þá er Texture ( www.texture-restaurant.co.uk ) hjá Agnari Sverrissyni einnig á listanum og færum við honum okkar hamingjuóskir í tilefni þess.
Listann er hægt að skoða á www.concierge.com
Uppfært: Leiðrétting á frétt
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu