Smári Valtýr Sæbjörnsson
94 milljóna gjaldþrot Laundromat – Ekkert fékkst greitt upp í kröfur
Gjaldþrotaskiptum á félaginu X1050 ehf., sem áður hét Laundromat Reykjavík ehf., er lokið og ekkert fékkst greitt upp í kröfur sem alls námu rúmum 94 milljónum króna.
Laundromat opnaði fyrst í mars 2011 á Íslandi en fyrir voru þrír Laundromat staðir í Danmörku. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 5. febrúar 2014 en skiptum var lokið 25. febrúar sl.
Samkvæmt síðasta ársreikning félagsins frá 2012 voru skuldir félagsins um 96 milljónir króna. Í samtali við mbl árið 2014 sagði Hallur Dan, þáverandi rekstraraðili staðarins, að reksturinn hafi ávallt gengið vel en hins vegar hafi fjárfestingar ekki gengið sem skyldi. Þegar ekki gekk að greiða niður skuld við hið opinbera á tilgreindum tíma hafi ekki verið hægt að gera annað en að leggja reksturinn niður og selja hann til annars aðila.
Í febrúar 2014 keypti félagið Þvottakaffi ehf. rekstur kaffihússins. Félagið er í eigu Skientia ehf., félags Jóhanns Friðriks Haraldssonar, framkvæmdastjóra staðarins.
Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2014, var 10,4 milljóna króna hagnaður af rekstrinum samanborið við 1,2 milljóna króna tap árið áður. Eigið fé félagsins var um 9,7 milljónir króna og skuldirnar námu um 89 milljónum króna, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: af heimasíðu The Laundromat Café
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






