Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

94 milljóna gjaldþrot Laundromat – Ekk­ert fékkst greitt upp í kröf­ur

Birting:

þann

Laundromat í Austurstræti - Reykjavík

Gjaldþrota­skipt­um á fé­lag­inu X1050 ehf., sem áður hét Laun­drom­at Reykja­vík ehf., er lokið og ekk­ert fékkst greitt upp í kröf­ur sem alls námu rúm­um 94 millj­ón­um króna.

Laun­drom­at opnaði fyrst í mars 2011 á Íslandi en fyr­ir voru þrír Laun­drom­at staðir í Dan­mörku. Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja­vík­ur hinn 5. fe­brú­ar 2014 en skipt­um var lokið 25. fe­brú­ar sl.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikn­ing fé­lags­ins frá 2012 voru skuld­ir fé­lags­ins um 96 millj­ón­ir króna. Í sam­tali við mbl árið 2014 sagði Hall­ur Dan, þáver­andi rekstr­araðili staðar­ins, að rekst­ur­inn hafi ávallt gengið vel en hins veg­ar hafi fjár­fest­ing­ar ekki gengið sem skyldi. Þegar ekki gekk að greiða niður skuld við hið op­in­bera á til­greind­um tíma hafi ekki verið hægt að gera annað en að leggja rekst­ur­inn niður og selja hann til ann­ars aðila.

Í fe­brú­ar 2014 keypti fé­lagið Þvot­takaffi ehf. rekst­ur kaffi­húss­ins. Fé­lagið er í eigu Skientia ehf., fé­lags Jó­hanns Friðriks Har­alds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra staðar­ins.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikn­ingi fé­lags­ins frá ár­inu 2014, var 10,4 millj­óna króna hagnaður af rekstr­in­um sam­an­borið við 1,2 millj­óna króna tap árið áður. Eigið fé fé­lags­ins var um 9,7 millj­ón­ir króna og skuld­irn­ar námu um 89 millj­ón­um króna, að því er fram kemur á mbl.is.

 

Auglýsingapláss

Mynd: af heimasíðu The Laundromat Café

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið