Sverrir Halldórsson
Konunglegur matur á Friðrik V.
Við félagarnir tókum þá ákvörðun í indverska kjallaranum í mars, að næst skyldum við heimsækja Friðrik V. á Laugarveginum og nú var komið að því.
Þegar við vorum búnir að finna stæði, gengum við inn og var strax tekið á móti okkur og vísað til sætis, komið með matseðla og á meðan við skoðuðum hann var náð í drykkjarföng okkar sem samanstóð af 3 sódavatnsflöskum. Við ákváðum að fara í 5 rétta seðilinn og þá heyrðist fyrsta perla kvöldsins, en þjónustustúlkan spurði okkur hvort nokkur okkar hefði eitthvað matarofnæmi og var svar okkar nei, þessi litla spurning getur beinlínis breytt kvöldinu bæði fyrir staðinn og ekki síst viðskiptavininn.
Svo komu tvær tegundir af heimabökuðu brauði með viðbiti sem samanstóð af blöndu af skyri og smjöri með ösku í.
Mjög bragðgott og sama um viðbitið.
Fyrst kom pre-smakk.
Rækjukokteill með grænkál frá Engi, salat frá Lambhaga, sinnepsdressing, rækjur veiddar í Arnafirði verkaðar af Kampa á Ísafirði, mayonnaisesósa, þurrkaðir citrusávextir kurlaðir og þurrkuð flatlaufssteinselja frá Flúðum.
Ferskur og mjög góður.
Svo kom blandaður diskur og eru réttirnir kynntir klukkuleiðina byrja klukkan 12 og endar klukkan 11:
Grilluð paprika frá Jörfa með kryddjurtadressingu, caprese islandes piccalotómatar frá Helenu og Knút í Friðheimum, basil frá Engi og heimalöguðum skyr mosarella, Saltfiskur frá Elvari í Ekta Fisk, eldaður í sítrónu og ólifu og maukaður. Hráskinka heimagerð sem er minnst látin hanga í 6 mánuði, lyngreyktur lax frá Fjarðalax á Tálknafirði reyktur í lyngi ættuðu frá Kópaskeri og reyktur í Græna egginu, gæsaleggir langtímaeldaðir, rifnir niður í rillette sem var marineruð í rifsberjasaft frá Seltjarnanesi, krækiberjasaft úr Borgarfirði og bláberjasaft úr Eyjafirði, hreindýralifrakæfu úr kýr sem var skotin á svæði 2 Merkisheiði af Gauta Hallsyni 25. ágúst, veiðileyfi no 180.
Skemmtilega uppsettur diskur og var hann borðaður eins og klukkan sagði til og alveg sama á hverju var smakkað það eina sem breyttist var að brosið á okkur óx, gersamlega óaðfinnalegur diskur. Ferskur og mjög góður.
Næst var Ofnbakaður þorskur frá Nýfisk í Sandgerði, hleypt andaregg frá Torfastöðum, humarhali, mysusósa og lífrænt ræktað bygg, þrjár tegundir rauðrófum, ferskar, marineraðar og mauk frá Vallarnesi, dill og spínat frá Lambhaga og rabbabarabalsamic sósa.
Og þegar þjónustustúlkan var búin að kynna réttinn, kom annar gullmoli, benti hún á fiskiskeiðina sem sett hafði verið á borðið og útskýrði noktun hennar, algerlega frábært og er þetta í fyrsta sinn sem ég sé sósuskeið notaða á veitingastað á Íslandi, þetta er alltaf á 2 og 3 stjörnu Michelinstöðum. Hárfín eldun á fiskinum og egginu, glæsileg samsetning á brögðum.
Svo kom Humarsúpa eins elduð af Friðriki í 20 ár, með smá rjómi og nýmalað múskat yfir borið fram eins og cappuccino.
Þessi bolli steinlá, þvílíkur unaður að fá alvöru humarsúpu
Og Lamb á fjóra vegu: lambaöxl hægelduð þar til hún náði 57c, kindafille grillað, kindapylsu heimalöguð og smalabaka með lambi, kartöflurnar eru frá Gröf II í Eyjafirði, gulrætur frá Flúðum og rófur frá Hornafirði og baunir frá Spáni, gamaldags soðsósa, heimalöguð rabbabarasulta bragðbætt með vanillu og kanill.
Alveg ótrúlega flott samsetning, bragðið tært og ekkert bragð sem dómineraði, það var virkilega gaman að snæða þennann disk.
Pre dessert – Skurn af andaregginu frá Torfastöðum í Fljótshlíð, á Lækjartún í Ásahreppi býr kýrin Snotra sem bar sínum 3 kálfi 20. mars og fengum þau brodd úr henni sem úr varð broddbrúlé.
Einfaldur en svakalega bragðgóður.
Dessert: Frönsk súkkulaðikaka, súkkulaðimousse og þurrkaðari appelsínu, ávaxtasalat, berjaís úr rifsberjum, bláberjum að norðan og jarðaberjum frá Kristnesi og hunangsköku þurrkuð og maukuð og bláberjamarengs stráð yfir.
Þetta var hreint sælgæti að snæða og toppaði gjörsamlega æðislegt kvöld.
Ástæðan fyrir því að ég get verið svona nákvæmur í lýsingum er að tæknistjóri hópsins hann Sigurður tók upp á vídeó á símanum sínum alla kynninguna og sendi mér á tölvupósti, þannig að ég gat spilað trekk í trekk sömu kynninguna meðan ég var að skrifa textann.
Við vorum alveg svakalega ánægðir með þetta kvöld, matinn, þjónustuna umhverfið allt small þetta saman í ógleymalega stund.
Ef þetta er ekki Íslenskt eldhús í sinni víðustu merkingu, ja þá er það bara ekki til.
Myndir: Sigurður Einarsson
Texti: Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir