Veitingarýni
Perlan – Maturinn var alveg framúrskarandi og þjónustan virkilega góð
Vopnaðir vídeó- og hefðbundinni myndavél bönkuðum við Axel upp á hjá Stefáni Elí Stefánssyni yfirmatreiðslumeistara í Perlunni. En Stefán hefur fengið til sín Philippe Giradon eiganda og yfirmatreiðslumann á Domaine de Clairefontaine suður af Lyon í Frakklandi. Staður sem státar af einni Michelin stjörnu. Það var mikið að gerast hjá Stefáni, en það var verið að leggja síðustu hönd á diskana, uppröðun og ”briefing” með þjónunum, en hann gaf sér nú samt tíma til að fara yfir stöðuna hjá sér og renna yfir seðilinn þar sem enn var hálftími til opnunnar og hann því í nokkuð góðum málum.
Ég gæti nefnilega fyllt hverja síðuna á fætur annari með lýsingaorðum og endað eins og einn góður sænskur F&B manager sem ég vann einu sinni með, þegar matseðlarnir voru farnir að hljóma eins og matreiðslubækur, að þetta væri ”ett jevla ord bæsj”, og þýði síðan hver fyrir sig. En svo var það þó ekki í kvöld.
En fyrst skulum við líta aðeins á matseðilinn á Perlunni:
Steikt hörpuskel með aspas, gulrótum og lárperumauki
Þorskhnakki með kúrbít, hvítlauks-confit, eggaldisnmauki og pestó
Lambahryggur með kartöflugratín, ætiþislum og lambasoðgljáa
Brie ostur að hætti Philippe Girardon
Súkkulaðimús með mandarínumauki, súkkulaði-chantilly og appelsínu-sorbet
Ég get sagt það með tærri samvisku að maturinn var alveg framúrskarandi og kæmi ég aftur ef mér byðist það. Þjónustan virkilega góð og afslöppuð og til mikillar fyrimyndar. Perlan lagði sig virkilega fram við að gera kvöldið eftirminnanlegt fyrir sína gesti og tókst það að mínu mati.
Myndir: Axel Þorsteinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði