Vertu memm

Veitingarýni

Perlan – Maturinn var alveg framúrskarandi og þjónustan virkilega góð

Birting:

þann

Perlan

Philippe Giradon og Stefán Elí Stefánsson

Þá er loks komið aftur að árlegu matarhátíðinni miklu Food and Fun. Það er einhvern vegin svo skrítið að þegar maður er í þessum  þessum eldhús bransa þá virðist alltaf vera styttra og styttra á milli F&F, svona svipað og á milli jólanna, en nú er orðið þannig að þau eru varla búin fyrr en konan er farin að ræða um jólagjafir aftur.  Ég veit ekki en kannski hefur þetta eitthvað með sumar og vetrartíma að gera eins og ég hef heyrt í útvarpinu, fer ekki að blanda aldrinum neitt inn í þetta.
En nú vorum við á leið í Perluna, við fóstbræðurnir, Axel og ég, mæting klukkan sex, eiginlega hálf þreyttur eftir tólf tíma vakt en samt spenntur að sjá hvað var að gerast í bænum.  Hafði mér til skelfingar uppgötvað að ég hafði gleymt að taka á mig betra dressið í morgun stressinu og ég leit svipað út eins og ég væri að fara að keyra fiskflutningabíl á milli Reykjavíkur og Flateyrar. En ekkert var víst hægt að gera við því núna annað en að bíta á jaxlinn og þykjast vera bara ”casual”.

Vopnaðir vídeó- og hefðbundinni myndavél bönkuðum við Axel upp á hjá Stefáni Elí Stefánssyni yfirmatreiðslumeistara í Perlunni.  En Stefán hefur fengið til sín Philippe Giradon eiganda og yfirmatreiðslumann á Domaine de Clairefontaine suður af Lyon í Frakklandi.  Staður sem státar af einni Michelin stjörnu. Það var mikið að gerast hjá Stefáni, en það var verið að leggja síðustu hönd á diskana, uppröðun og ”briefing” með þjónunum, en hann gaf sér nú samt tíma til að fara yfir stöðuna hjá sér og renna yfir seðilinn þar sem enn var hálftími til opnunnar og hann því í nokkuð góðum málum.

En fyrst lá leiðin inn í eldhús þar sem Stefán hafði tjaldað til sínu besta liði sem virtist allt leggja sig fram við að ná hámarks árangri og gæðum út úr því hráefni sem unnið var með.  Sama hugsun og tilfinningin helltist þá yfir mig þar sem ég stóð þarna og virti fyrir mér kokka og þjóna sem iðuðu og brunnu í skinninu að skila sem bestu árangri ”er virkilega hægt að skrifa eitthvað gáfulegt um þetta?”
”Nei”sagði ég við sjálfan mig ”það er ekki hægt og ég vind nú mínu kvæði í kross og nálgast þetta á annan vegu”.  Því ég veit á eigin skinni að á bak við þessa rétti sem okkur yrðið bornir þetta kvöldið er alveg gríðalega mikil vinna, pælingar, hugsun og í mörgun tilfella hrein lífs ”fílsofía”. Ég hugsaði að nú læt ég myndir tala eins mikið eins og þær eru færar um og ykkur um að dæma eftir þeim.

Ég gæti nefnilega fyllt hverja síðuna á fætur annari með lýsingaorðum og endað eins og einn góður sænskur F&B  manager sem ég vann einu sinni með,  þegar matseðlarnir voru farnir að hljóma eins og matreiðslubækur,  að þetta væri ”ett jevla ord bæsj”, og þýði síðan hver fyrir sig. En svo var það þó ekki í kvöld.

En fyrst skulum við líta aðeins á matseðilinn á Perlunni:

Steikt hörpuskel með aspas, gulrótum og lárperumauki

Þorskhnakki með kúrbít, hvítlauks-confit, eggaldisnmauki og pestó

Lambahryggur með kartöflugratín, ætiþislum og lambasoðgljáa

Brie ostur að hætti Philippe Girardon

Súkkulaðimús með mandarínumauki, súkkulaði-chantilly og appelsínu-sorbet

Ég get sagt það með tærri samvisku að maturinn var alveg framúrskarandi og kæmi ég aftur ef mér byðist það.  Þjónustan virkilega góð og afslöppuð og til mikillar fyrimyndar.  Perlan lagði sig virkilega fram við að gera kvöldið eftirminnanlegt fyrir sína gesti og tókst það að mínu mati.

Myndir: Axel Þorsteinsson

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið