Vertu memm

Frétt

8 tonn af ólöglegum glerál gert upptækt – Vídeó

Birting:

þann

Evrópulögreglan Europol handtók 256 einstaklinga sem tilheyrðu skipulögðum glæpahópum sem stunda alþjóðlegt glerálssmygl. Aðgerðin stóð yfir frá október 2022 til júní 2023.

Í tilkynningu frá Europol kemur fram að lagt var hald á 8 tonn af lifandi glerál. Á meðal handteknu voru ríkisborgarar Kína, Malasíu, Frakklands, Spánar og Portúgals og að auki lögðu yfirvöld hald á eignir að verðmæti yfir eina milljón evra og bankareikninga sem innihéldu yfir tvær milljónir evra.

8 tonn af ólöglegum glerál gerður upptækur – Vídeó

Þau lönd sem tóku þátt í aðgerðinni:

Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland.

Glerálar eru glærir og um 6-8 sm langir. Glerálar sækja að strönd og ganga í ferskvatn. Smám saman verða þeir gulbrúnir á litinn og nefnast þá álaseiði. Glerálar og álaseiði ganga í ferskvatn að sumarlagi. Göngur ála eru háðar hita í vatni og gengd er meiri á hlýjum sumrum. Ef fossar eru á leið ála upp árnar þá skríða álarnir upp raka kletta eða gras fram hjá fossum.

Til fróðleiks að í ár var slegið met á uppboði í kílóverði á glerál eða tæplega 1 milljón kr. ísl., en hægt er að horfa á stutta heimildarmynd um glerál í meðfylgjandi myndbandi:

Myndir: europol.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið