Frétt
8 tonn af ólöglegum glerál gert upptækt – Vídeó
Evrópulögreglan Europol handtók 256 einstaklinga sem tilheyrðu skipulögðum glæpahópum sem stunda alþjóðlegt glerálssmygl. Aðgerðin stóð yfir frá október 2022 til júní 2023.
Í tilkynningu frá Europol kemur fram að lagt var hald á 8 tonn af lifandi glerál. Á meðal handteknu voru ríkisborgarar Kína, Malasíu, Frakklands, Spánar og Portúgals og að auki lögðu yfirvöld hald á eignir að verðmæti yfir eina milljón evra og bankareikninga sem innihéldu yfir tvær milljónir evra.
Þau lönd sem tóku þátt í aðgerðinni:
Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland.
Glerálar eru glærir og um 6-8 sm langir. Glerálar sækja að strönd og ganga í ferskvatn. Smám saman verða þeir gulbrúnir á litinn og nefnast þá álaseiði. Glerálar og álaseiði ganga í ferskvatn að sumarlagi. Göngur ála eru háðar hita í vatni og gengd er meiri á hlýjum sumrum. Ef fossar eru á leið ála upp árnar þá skríða álarnir upp raka kletta eða gras fram hjá fossum.
Til fróðleiks að í ár var slegið met á uppboði í kílóverði á glerál eða tæplega 1 milljón kr. ísl., en hægt er að horfa á stutta heimildarmynd um glerál í meðfylgjandi myndbandi:
Myndir: europol.com
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana