Frétt
8 tonn af ólöglegum glerál gert upptækt – Vídeó
Evrópulögreglan Europol handtók 256 einstaklinga sem tilheyrðu skipulögðum glæpahópum sem stunda alþjóðlegt glerálssmygl. Aðgerðin stóð yfir frá október 2022 til júní 2023.
Í tilkynningu frá Europol kemur fram að lagt var hald á 8 tonn af lifandi glerál. Á meðal handteknu voru ríkisborgarar Kína, Malasíu, Frakklands, Spánar og Portúgals og að auki lögðu yfirvöld hald á eignir að verðmæti yfir eina milljón evra og bankareikninga sem innihéldu yfir tvær milljónir evra.
Þau lönd sem tóku þátt í aðgerðinni:
Austurríki, Búlgaría, Króatía, Tékkland, Danmörk, Eistland, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Holland.
Glerálar eru glærir og um 6-8 sm langir. Glerálar sækja að strönd og ganga í ferskvatn. Smám saman verða þeir gulbrúnir á litinn og nefnast þá álaseiði. Glerálar og álaseiði ganga í ferskvatn að sumarlagi. Göngur ála eru háðar hita í vatni og gengd er meiri á hlýjum sumrum. Ef fossar eru á leið ála upp árnar þá skríða álarnir upp raka kletta eða gras fram hjá fossum.
Til fróðleiks að í ár var slegið met á uppboði í kílóverði á glerál eða tæplega 1 milljón kr. ísl., en hægt er að horfa á stutta heimildarmynd um glerál í meðfylgjandi myndbandi:
Myndir: europol.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu










