Vertu memm

Freisting

38 stiga hiti í forsælu og fattarinn svolítið ruglaður

Birting:

þann

Er að koma úr nuddi á Mariotthótelinu og ætla í hádegisverð á InterContinental ( www.intercontinental.com/prague ) en þegar ég átta mig hvar ég er kominn þá stend ég inni á gólfi á Hilton hótelinu, ( www.hiltonprague.cz ) og ballið rétt að byrja, úr því ég var kominn inn á Hilton þá ákvað ég bara að borða þar.

Aðalveitingastaðurinn var lokaður í hádeginu, þannig að hann var út úr myndinni, ég vissi að þeir voru með bistro en mér langaði ekki að borða þar, þannig að ég fór að rölta um hótelið og viti menn þar sé ég fólk vera að borða, sá staður heitir Atarium og keyrir á Hilton hótelhlaðborði ég inn bið um borð fæ það strax og boðinn drykkur og þáði ég Kóla light, svo fer ég í borðið og þegar ég er kominn vel inn í máltíðina þá bið ég um aðra kók, já alveg sjálfsagt nema að þessa flösku þurfi ég að greiða fyrir segir þjóninn allt í lagi með það, stuttu seinna kemur þjóninn með reikning fyrir kókflöskunni og biður mig að kvitta á reikninginn, en bregður þegar ég neita að kvitta á reikninginn þar sem ég ætli að borga allt í einni greiðslu, þá er ég spurður af þjóninum hvort ég sé ekki í hópnum ég segi að ég sé einn og þar af leiðandi ekki í neinum hóp verður nú fum og læti og mikil reikistefna hjá þjónunum hvað eigi að gera við gestinn sem er búinn að troða sér inn í einhvern hóp, ég hélt bara áfram að borða því það var þeirra að finna lausn á málinu, að lokum fékk ég að borga og var tjáð af þjóninum að þessi salur hefði verið leigður fyrir ráðstefnu sem var á hótelinu. 

Ég gekk glaður út í hitann mettur og  ánægður með frábæran mat minnugur þess að tékka betur næst hvar maður ætlar inn.

Grand Hotel Pupp

Nokkrum dögum seinna fór ég til Karlovy Vary (Carlsbad) en sá staður er frægur fyrir sínar heilsulindir og kvikmyndahátíð sem haldin er árlega og svo var Bondarinn þar í vetur, ég fór með rútu ( www.megabus.cz ) en þessi tegund af Langferðabíl var kosinn sá besti í heiminum árið 2004.  Þetta er í norð vestur frá Prag rétt við landamærin við Þýskaland.  Þar er sögufrægt hótel sem var byggt á 18. Öld og heitir Grand Hotel Pupp, ( www.pupp.cz ) þar voru atriði í nýju Bondmyndinni skotin og af því tilefni býður Grand hótel upp á 3 daga pakka, Í fótspor James Bond, gisting, morgunverður skoðunarferðum um þá staði sem myndað var á og sérstaklegan James Bond dinner og þetta kostar frá 273 evrum á mann.

Nokkrum dögum seinna fór ég aftur í dagsferð en nú fór ég til Ostrava sem er í suðaustur hluta Moravaníu rétt við landamærin til Póllands, rölti þar um og skoðaði mannlífið og endaði í Lunch á Hótel Imperial ( www.imperial.cz ) og fékk mjög góða tómatsúpu í forrétt og í aðalrétt pantaði ég kalkún á Moravaniaskan máta og þegar það kom var bara panneraður kalkúnasnilli, soðnar kartöflur, smá Klettasalat og auðvitað sítróna á diskinum, eftir 2 munnbita kallaði ég á þjóninn og bað um að fá sósu, svaraði þjóninn um hæl að með þessum rétti væri ekki borin fram sósa, þráaðist ég við og á endanum urðum við sammála um að ég fengi sveppasósu, líður nú smástund sé ég hvar þjóninn kemur út úr eldhúsinu með sósuskál í hendinni og um leið leggur gamalkunnan en hálfgleymdan ilm um allan salinn og var þar kominn svissnenski vinur allra kokka, og var hann eins á bragðið eins og fyrir 30 árum á Hótel Sögu.

Kveðja Sverrir

 
Greint frá á heimasíðu KM

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið