Frétt
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
Neytendastofu hafa borist ábendingar vegna notkunar erlendra tungumála í markaðssetningu í miðbæ Reykjavíkur.
Af því tilefni og vegna áherslu sem stofnunin hefur haft á að fylgja eftir ábendingum um tungumálanotkun, m.a. vegna viljayfirlýsingar Menningar- og viðskiptaráðherra og Neytendastofu, var ákveðið að byrja á að skoða matseðla og markaðsefni veitingastaða í miðbænum.
Sameinað var eftirlit með verðmerkingum þar sem kveðið er á um að matseðill skuli vera aðgengilegur við inngöngudyr og eftirliti með því að markaðsefni sé á íslensku.
Tekin var skoðun á 83 veitingastöðum og kom í ljós að aðeins tveir höfðu engan matseðil við inngöngudyr. Algengt var að matseðill væri birtur á íslensku og erlendu tungumáli en þó voru gerðar athugasemdir við að 34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku. Þessu til viðbótar voru gerðar athugasemdir við að sex veitingastaðir sem höfðu matseðla sýnilega á íslensku birtu annað kynningarefni eingöngu á ensku.
Í síðastnefnda tilvikinu sendi Neytendastofa veitingastöðunum leiðbeiningar um skyldu til að notast við íslensku í markaðsefni.
Skoðuninni var fylgt eftir hjá þeim 36 veitingastöðum þar sem matseðill var ekki sýnilegur eða aðeins sýnilegur á ensku. Af þessum stöðum höfðu 18 gert breytingar og birta nú matseðil á íslensku.
Neytendastofa mun nú taka upp formlega málsmeðferð gagnvart þeim 18 stöðum sem ekki brugðust við athugasemdum stofnunarinnar um að birta matseðla og annað kynningarefni á íslensku.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis






