Frétt
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
Neytendastofu hafa borist ábendingar vegna notkunar erlendra tungumála í markaðssetningu í miðbæ Reykjavíkur.
Af því tilefni og vegna áherslu sem stofnunin hefur haft á að fylgja eftir ábendingum um tungumálanotkun, m.a. vegna viljayfirlýsingar Menningar- og viðskiptaráðherra og Neytendastofu, var ákveðið að byrja á að skoða matseðla og markaðsefni veitingastaða í miðbænum.
Sameinað var eftirlit með verðmerkingum þar sem kveðið er á um að matseðill skuli vera aðgengilegur við inngöngudyr og eftirliti með því að markaðsefni sé á íslensku.
Tekin var skoðun á 83 veitingastöðum og kom í ljós að aðeins tveir höfðu engan matseðil við inngöngudyr. Algengt var að matseðill væri birtur á íslensku og erlendu tungumáli en þó voru gerðar athugasemdir við að 34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku. Þessu til viðbótar voru gerðar athugasemdir við að sex veitingastaðir sem höfðu matseðla sýnilega á íslensku birtu annað kynningarefni eingöngu á ensku.
Í síðastnefnda tilvikinu sendi Neytendastofa veitingastöðunum leiðbeiningar um skyldu til að notast við íslensku í markaðsefni.
Skoðuninni var fylgt eftir hjá þeim 36 veitingastöðum þar sem matseðill var ekki sýnilegur eða aðeins sýnilegur á ensku. Af þessum stöðum höfðu 18 gert breytingar og birta nú matseðil á íslensku.
Neytendastofa mun nú taka upp formlega málsmeðferð gagnvart þeim 18 stöðum sem ekki brugðust við athugasemdum stofnunarinnar um að birta matseðla og annað kynningarefni á íslensku.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið