Freisting
30 ára útskriftarafmæli hjá 78 hópnum
Frá útskriftarferð 1978
Já það er fljótt að líða, manni finnst eins og það hefði verið í gær sem Francis var að skamma mann en ekki 30 ár.
Dagsetningin 17. maí var ekki valin af handahófi, því það var 17. maí árið 1978 sem hópurinn útskrifaðist, og var blásið til hátíðar. Fjórum heiðursgestum var boðið til þings og játtu þeir boðinu. Það voru Friðrik Gíslason fyrrverandi skólastjóri og frú og Jón Sveinsson kennari og frú.
Dagurinn byrjaði með léttum hádegisverði í Fjörukránni, Sjávarréttarsúpa að hætti Óðins og salat með fuglakjöti að hætti Sifjar í Uppsölum. Kl 1400 var farið í menningarferð, byrjuðum á Byggðasafni Hafnfirðinga og nutum leiðsagnar þar, þurfti bæði að smyrja rútuna og mannskapinn sem vörn við þornun, síðan lá leiðin út á Álftanes til að skoða einn minnsta veitingastað landsins Gullna hliðið ( www.1960.is ) og var það skemmtileg upplifun en verst var að enn þurfti að huga að þurrð hjá mannskapnum en því kippt í liðinn.
Svo var ferðinni haldið áfram og næst skyldi áð í Straumi hjá Hauki Halldórssyni goðafræðis listamanni og skoða meðal annars líkan af goðaheimum, fyrstu orð Hauks voru ákúrur á presta og leit allur hópurinn á Friðrik sem skaut pent tilbaka og verður að segjast að loftið var læfið blandað, þar til kom að smurningu þá léttist yfir mannskapnum, að lokum komum við við í Hafnarborg og drukkum í okkur listsköpun í húsinu sem á árum áður hefði talist tiltekt í geymslu, upp á hótel (Hótel Viking www.fjorukrain.is ) þar hópurinn hafði sér bar útaf fyrir sig, þá gat fólk valið um að fara í heita pottinn eða leggja sig fram að kvöldmat.
KL 19,30 var fordrykkur á barnum okkar kl 20,15 gengu allir yfir í Fjöruna þar sem hófið færi fram.
Matseðill var eftirfarandi:
Skelfiskur í sátt við grænmeti að hætti Sjávarguðsins Þórs
Lambaprime á pari við rótarávexti og jarðepli með kryddjurtasósu að hætti Freyju hinnar fögru
Valhallarsúkkulaði kaka með sætu og súru í takt við Goðafræðina
Með matnum var kneyft á mjöði og víni en einn og einn bara í ropvatni. Voru allir ánægðir með veitingarnar og var Goðið Jóhannes Viðar og Fríða eldabuska klöppuð upp af hópnum sem þakklæti fyrir góðan viðurgjörning.
Eftir matinn voru haldnar ræður og sló Friðrik Gíslason enn og aftur í gegn með gamanmáli að öllum öðrum ólöstuðum, á eftir gátum við valið að vera í salnum eða fara yfir í Fjörukránna þar sem hljómsveit Rúnar Þórs lék fyrir dansi langt fram á nótt. Síðan fór mannskapurinn í koju og lokin voru í Dögurður eins og var í Goðaheimum á Sunnudeginum áður en allir héldu til síns heima.
Þessi hópur varð þekktur fyrir að fara í fyrstu útskriftarferð frá Hótel og Veitingaskólanum, þeir sem vilja fræðast meira um þennan hóp er bent á síðuna Bar.is eða nánar tiltekið með því að smella hér
Mynd: Kristján Elís

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.