Vertu memm

Axel Þorsteinsson

3 Frakkar 25 ára – „Frábær staður til að fá góðan mat…“

Birting:

þann

Laugardaginn þann 1. mars s.l. héldu 3 Frakkar hjá Úlfari uppá 25 ára afmælið sitt. Veitingageirinn fór og fengu hjá þeim afmælis matseðilinn sem var búið að setja saman í tilefni dagsins.

Það var tekið vel á móti okkur og vísað okkur til sætis inn í garðskálanum hjá þeim, staðurinn var þétt setinn og allir skæl brosandi. Þægilegt andrúmsloft og manni leið eins og heima hjá sér þegar við sátum þarna og vorum að gæða okkur á þessum frábæru réttum.

Rjómalöguð blaðlaukssúpa

Rjómalöguð blaðlaukssúpa

Virkilega bragðgóð súpa til að byrja gott kvöld.

Gratineraður plokkfiskur

Gratineraður plokkfiskur

Algjört sælgæti, líklegast sá réttur sem þau eru þekktust fyrir.

Þorskur með sinnepssósu

Þorskur með sinnepssósu

Þorskurinn var passlega eldaður, sósan mjög bragðgóð og frábær réttur.

Heil steikt rauðspretta með rækjum „gratin“

Heil steikt rauðspretta með rækjum „gratin“

Enn og aftur mjög góður réttur, rauðsprettan mjög góð, skemmtilegt sítrus bragð og auðvitað béarnaise sósa og osturinn vel brúnaður.

Hvalpiparsteik með piparsósu

Hvalpiparsteik með piparsósu

Hvalpiparsteik með piparsósu

Hvalpiparsteik með piparsósu

Hvalurinn var frábærlega eldaður og piparsósan smellpassaði með hvalnum.

Skyr brulée

Skyr brulée

Virkilega bragðgóður og léttur eftirréttur.

Við hjá veitingargeirinn.is viljum óska Úlfari til hamingju með daginn og öllu starfsfólkinu líka. Frábær staður sem gott er að koma til að fá góðan mat.

 

/Axel og Björn

twitter og instagram icon

 

Björn Ágúst Hansson er matreiðslumaður að mennt en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Björn hefur starfað meðal annars á Hótel Sögu, White Brasserie í Englandi, Þremur Frökkum. Hægt er að hafa samband við Björn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið