Vín, drykkir og keppni
22,7 milljón lítrar seldir af áfengi á árinu 2019
Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018.
Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% voru á árinu 2019, en alls komu 5,1 milljónir viðskiptavina í búðirnar, samanborið við tæplega 5 milljónir árið 2018. Um það bil 46 þúsund manns lögðu leið sína í Vínbúðirnar á Þorláksmessu í ár, sem er met í fjölda viðskiptavina, en áður hafa mest 44 þúsund manns verslað í Vínbúðunum á einum degi.
30. desember var einnig annasamur líkt og Þorláksmessa og komu tæplega 43 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þann daginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vínbúðinni.
Meðfylgjandi er sundurliðun helstu flokka.
Freyðivín og Kampavín eru almennt söluhár flokkur fyrir áramót en. frá 26. des. – 31. des. seldust 21.693 lítrar sem er aukning um 2,75% frá fyrra ári. Ef desember er skoðaður í heild þá var salan 44.462 lítrar sem er aukning um 10,6% frá árinu 2018.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








