Frétt
14,5 milljarðar í tekjufalls- og viðspyrnustyrki
Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.
Í síðustu viku samþykkti Alþingi frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að styðja einstaklinga og rekstraraðila á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Þau fela í sér framhald og rýmkun viðspyrnu- og lokunarstyrkja, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins.
Síðustu mánuði hafa ríflega 90 milljarðar verið greiddir í fjölbreyttan stuðning í úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins að frátöldum heimildum til útgreiðslu séreignarsparnaðar og aukinnar endurgreiðslu virðisaukaskatts (VSK). Margir hafa nýtt sér slíkar greiðslur og hafa yfir 27 milljarðar króna verið greiddir út af séreignarsparnaði. Nú hefur heimild til úttektar hans verið framlengd út árið. Alls hafa um 7,5 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti, mest vegna nýbyggingar og viðhalds húsnæðis, eða um 5,3 milljarðar króna.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin