Frétt
14,5 milljarðar í tekjufalls- og viðspyrnustyrki
Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki, sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.
Í síðustu viku samþykkti Alþingi frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að styðja einstaklinga og rekstraraðila á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Þau fela í sér framhald og rýmkun viðspyrnu- og lokunarstyrkja, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins.
Síðustu mánuði hafa ríflega 90 milljarðar verið greiddir í fjölbreyttan stuðning í úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins að frátöldum heimildum til útgreiðslu séreignarsparnaðar og aukinnar endurgreiðslu virðisaukaskatts (VSK). Margir hafa nýtt sér slíkar greiðslur og hafa yfir 27 milljarðar króna verið greiddir út af séreignarsparnaði. Nú hefur heimild til úttektar hans verið framlengd út árið. Alls hafa um 7,5 milljarðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti, mest vegna nýbyggingar og viðhalds húsnæðis, eða um 5,3 milljarðar króna.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac