Frétt
101 heild kaupir lénið Fiskmarkadurinn.is
Á daglegum rúnti um veraldarvefinn, ákvað tíðindamaður að kanna hvort hafin væri vinna við vefsvæði fyrir nýja veitingastaðinn Fiskmarkaðurinn sem Hrefna stefnir á að opna í byrjun ágúst.
Þegar lénið fiskmarkadurinn.is er slegið inn í vafra, þá er notandinn áframsendur á sjavarkjallarinn.is og þegar skráningar upplýsingar fyrir lénið eru skoðaðar hjá ISNIC (Internet á Íslandi hf.) sem sér um skráningu léna undir þjóðarléninu .is, þá sést að lénið verið keypt 31. maí 2007 af fyrirtækinu 101 heild ehf.
Á sama tíma og og 101 heild ehf. kaupir lénið fiskmarkadurinn.is þann 31. maí 2007, þá kaupir fyrirtækið einnig lénið kryddkjallarinn.is og tæpum hálfum mánuði síðar eða þann 11. júní 2007 er lénið fiskimarkadurinn.is einnig keypt.
Haft var samband við forsvarsmenn Fiskmarkaðarins og Sjávarkjallarans vegna kaupa þess síðarnefnda á léninu fiskmarkadurinn.is
Að mati Freisting.is, virðist málið snúnast um það hver á hugmyndina að nafninu Fiskmarkaðurinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics