Markaðurinn
Um 100 íslenskir barþjónar mættu á Bacardi Legacy kynningarfundi hjá Juho Eklund – Myndir
Það er augljóst að barþjónar Íslands tóku vel í að Juho Eklund, Brand Ambassador Bacardi kom til landsins, en um 100 barþjónar mættu á Bacardi Legacy kynningarfundina hans sem haldnir voru 7. ágúst s.l. á Hard Rock Kjallaranum, annars vegar klukkan 15:00 til 17:00 og klukkan 20:30 til 22:30.
Sjá einnig: Juho Eklund með kynningu á Bacardi Legacy á Íslandi
Bacardi Legacy er ein stærsta barþjónakeppni heims og sú keppni sem kokteilbarþjónar líta hvað mest til á alþjóðavísu. Íslenska kokteilmenningin fengu aðgang að þessari keppni, enda lítur Bacardi Legacy til þeirra landa sem eiga erindi í keppnina.
Bacardi Legacy keppnin gengur út á að hvetja barþjóna um heim allan að finna Bacardi kokteil sem hefur möguleika að verða einn af þessum tímalausu kokteilum sem allir þekkja, kokteilum eins og Mojito, Daiquirí og Old Cuban. Bacardi Legacy keppnin hefur einnig orðið einn af stökkpöllum margra stærstu barþjóna heims og bara það að komast í úrslit, þá hefur það veitt keppendum glæstan starfsframa.
Mikill áhuga hjá íslenskum barþjónum – Skráning hafin
Íslenskir barþjónar ætla sér stóra hluti í þessum keppnum enda áhuginn mikill og eru nú þegar eru skráningar byrjaðar að detta inn.
Hægt er að kynna sér allt um keppnina og skrá sig á heimasíðu keppninnar www.bacardilegacy.com en lokafrestur skráningar fyrir keppnina er 10. september 2019. Öll vinnsla skráninga og dómgæsla er í höndum Bacardi global svo það er nauðsynlegt að virða skráningarfrestinn.
Ef einhverjar fyrirspurnir þá endilega sendið línu á vörumerkjastjóra Bacardi á Íslandi Friðbjörn Pálsson á e-mailið [email protected]
Ljósmyndarinn Ómar Vilhelmsson var á svæðinu og rammaði inn meðfylgjandi myndir.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni