Freisting
10 þúsund á matvælasýninguna
Um það bil tíu 10 þúsund manns komu á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri um helgina.
Það voru framleiðendur á Norðurlandi sem sýndu afurðir á sýningunni og samhliða fór fram úrslitakeppni um titilinn matreiðslumaður ársins. Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, sigraði og hlaut titilinn eftirsótta. Þeir sem kepptu við Þráin Frey voru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Í sambærilegri keppni „leikmanna“ í gær sigraði Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV á Akureyri. „Það kom gestum á óvart hve margir eru að starfa í þessum matvælageira,“ sagði Júlíus Júlíusson talsmaður sýningarstjórnar við Morgunblaðið, alsæll. „Við fundum fyrir gríðarlegri ánægju sýnenda. Það eru allir í skýjunum.“
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði