Freisting
10 þúsund á matvælasýninguna
Um það bil tíu 10 þúsund manns komu á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri um helgina.
Það voru framleiðendur á Norðurlandi sem sýndu afurðir á sýningunni og samhliða fór fram úrslitakeppni um titilinn matreiðslumaður ársins. Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, sigraði og hlaut titilinn eftirsótta. Þeir sem kepptu við Þráin Frey voru Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Í sambærilegri keppni „leikmanna“ í gær sigraði Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV á Akureyri. „Það kom gestum á óvart hve margir eru að starfa í þessum matvælageira,“ sagði Júlíus Júlíusson talsmaður sýningarstjórnar við Morgunblaðið, alsæll. „Við fundum fyrir gríðarlegri ánægju sýnenda. Það eru allir í skýjunum.“
Greint frá á Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan