Vertu memm

Frétt

10 dýrustu hamborgarar í heiminum

Birting:

þann

Númer 10. The Rossini – Verð: 60 dollarar (7.500 ísl. kr.)
The Burger Bar, Las Vegas

rossini_hamb

Chef Hubert Keller hefur skipað sér á meðal þeirra sem fremstir eru í gerð hamborgara með opnun á þrem stöðum, í San Francisco, Las Vegas og Saint Louis og hans framlag á listann er Rossini borgarinn.
Hann er úr Kobe nauti, steiktri gæsalifur, rifnum trufflum, Madeirasósu og í laukbrauði.  Rétturinn er samin til heiðurs ítalska tónskáldinu Giachino Rossini.

 

Númer 9. 777 Burger – Verð: 70 dollarar (8.800 ísl. kr.) eða 777 dollarar (97.100 ísl. kr.)  með flösku af Dom Pérignon
Le Burger Brassiere, Las Vegas

777_hamborgari

Borgarinn er úr Kobe nauti með Maine humar, toppaður með karamelluseruðum lauk, Brie osti, hráskinku og hundrað ára gömlu balsamic ediki.

 

Númer 8. The Fleurburger 5000 – 75 dollarar (9.400 ísl. kr.) ( eða 5000 dollarar með víni, 625.000 ísl. kr.)
Fleur, Las Vegas

fleur_hamborgari

Enn er það Hubert Keller sem er höfundurinn. Borgarinn er úr Kobe nauti toppaður við gæsalifur og svörtum trufflum í brioche truffle brauði með trufflusósu, ef valið er flaska af 1990 Cháteau Pétrus þá hækkar verðið um 5000 dollara.

 

Númer 7. The DB “Royale” Double Truffle Burger – 120 dollarar (15.000 ísl. kr.)
The DB Bistro Moderne, New York / Daniel Boulud Brasserie, Las Vegas

trufflu_hamborgari

Árið 2007 skapaði Daniel Boulud þennann burger sem er úr rauðvínsmarineruðu shortribs beinlausum að sjálfsögðu, með gæsalifur, blöndu af rótargrænmeti með trufflum, var borinn fram á brauði með parmesan, poppy seed, ferskri piparrót og ofnbökuðum tómötum.

 

Númer 6. The Tri-Beef Burger – 125 dollarar (15.600 ísl. kr.)
The Old Homestead Steakhouse, Boca Raton

tri_hamborgari

Hamborgarinn var skapaður árið 2006 á Old Homestead Steikhúsi í Boca Raton, Flórída.  Nefndur Tri-Beef Burger, því hann var lagaður úr þremum tegundum nautakjöts, American prime, Japanska Kobe og Argentínsku kjöti.  Hann er borinn fram með tómatsósu, bragðbættri með trufflum og kampavíni.

Auglýsingapláss

 

Númer 5. The X Burger – 180,000 won, eða um 160 dollarar (20.000 ísl. kr.)
W Hotel, Seoul Korea

x_hamborgari

Matreiðslumaðurinn Claran Hickey býður upp á borgara frá Ástralíu.  Hann er sjálfsögðu úr Áströlsku Wagya kjöti, sem er toppað með gæsalifur og rifinni svartri truffle á brioche brauði, með honum kemur tómatur, grillaður rauðlaukur, ferskum spergli, villisveppum, humarhala og val um tómatsalsa, dökkrauðvíns trufflusósu og trufflu aioli.

 

Númer 4. The Richard Nouveau Burger – 175 dollarar (21.900 ísl. kr.)
Wall Street Burger Shoppe, New York

richard_hamborgari

The Richard Nouveau var skapaður um árið 2000 og skírður í höfuð á rithöfundinum sem skrifaði í “Pocket Change” vefblaðið um dýrustu hluti fáanlega Í New York.  Í borgaranum voru 10 únsur af Kobe nauti, með svörtum trufflum, gæsalifur, Gruyere osti, villisveppum og gullflögum borið fram í brioche brauði. Hann var til sölu á staðnum Wall Street Burger Shoppe, en staðurinn varð gjaldþrota árið 2011.

 

Númer 3. The Burger – 95 pund, eða um 186 dollara (23.250 ísl. kr.)
Burger King, West London

king_hamborgari

Þessi borgari var skapaður af Burger King keðjunni sem dýrasti hamborgari ársins 2008 og var nefndur Burger og var eingöngu í boði í West London staðnum.  Hann var lagaður úr Wagyu nauti með hvítum trufflum, lauk tempura og Pata Negra hráskinku og borið fram í brauði með íransku saffron og trufflum.  Allur ágóði af sölu hans var ánafnað fjársöfnuninni: Help A London Child.

 

Númer 2. Le Burger Extravagant – 295 dollarar (36.900 ísl. kr.)
Serendipity 3,NewYork

serendipity_hamborgari

New York, Serendipity 3, þekktur staður fyrir að hafa á boðstólunum heimsins dýrasta rjómaís og pylsu í brauði, hefur bætt um betur og bætt við “Le Burger Extrevagant “.  Í honum er Japanskt Waygu nautakjöt með 10 kryddum og trufflusmjöri og kryddað með reyktu sjávarsalti, chedder ostur 18 mánaða gamlan frá James Montgomery.  Einnig er hann borinn fram með lynghænueggi, svörtum trufflum, blini, sýrðum rjóma, Kaluga caviar á brauði með hvítri truffle og kampavíni.  Það sem hífur verðið upp er að með fylgir tannstöngull úr gulli með demant á toppnum.

 

Númer 1. The Douche Burger – 666 dollarar (83.250 ísl. kr.)
666 Burger, New York

Auglýsingapláss

douche_hamborgari

Þessi telst vera sá dýrasti sem er fáanlegur í dag, skapaður af Franz Aliquo á staðnum 666 Burger food truck in New York City.  Borgarinn er gerður úr Kobe nauti með Gruyere osti sem hefur langa móðnun.  Bræddur með kampavínsgufu, vafinn inn í gulllauf, með gæsalifur, svörtum trufflum, humarhala, kopi luwak barbecue sósu og Himalaya salti.

 

Myndir: fengnar af netinu

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið