Freisting
1.000 manns í grillveislu

Bjarni penslar skrokkinn með marineringu (úr hvítlauk, bjór og maltöli),
Gunnar Karl mundar hnífinn
Vegna kynningar á sjónvarpsþáttunum „Eldum íslenskt“ sem nú eru til sýninga á sjónvarpsstöðinni ÍNN og mbl.is, var heill nautsskrokkur grillaður á grilli LK við verslun Krónunnar á Granda í Reykjavík í gær. Mæltist framtakið afar vel fyrir og fengu um 1.000 manns að borða grillað nautakjöt, með bernaisesósu og fersku grænmeti frá SFG.
Byrjað var að skera nautið um kl. 16 í gær og var eftir það samfelld biðröð við skurðarbrettið til kl. 19.15 er allt kjöt var upp urið og verslunin lokaði. Var afar ánægjulegt að sjá hvað gestum og gangandi líkaði maturinn vel. Skrokkurinn var 200 kg UN 1 A frá Sláturhúsinu Hellu hf, af grip frá þeim Sigurjóni og Sigríði Lóu á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum. Talsvert var spurt um uppruna kjötsins og var ánægjulegt að geta sagt frá því.
Eldamennskan tók rúmlega 20 klukkustundir, en kveikt var upp í grillinu um kl. 19 í fyrrakvöld. Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari Hótel Sögu bar hitann og þungann af matreiðslunni, einnig lögðu matreiðslumennirnir Guðmundur Guðmundsson, Ægir Friðgeirsson og Gunnar Karl Gíslason gjörva hönd á plóg. Umsjón með kynningunni var í höndum Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs BÍ.
Fleiri myndir frá grillveislunni er hægt að skoða með því að smella hér
Mynd og texti: naut.is
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





