Freisting
Back to basic aðalsmerki Basil & Lime
Nýverið opnaði veitingastaðurinn Basil & Lime í húsnæði ( þar sem Pasta Basta var ) að Klapparstíg 38 og er eigandi Ólafur Gísli Sveinbjörnsson matreiðslumaður með meiru.
Staðurinn er á ítalskri línu undir orðunum back to basic, það vill segja að matseðillinn er ekki með þessu túristablæ sem er á velflestum ítölskum stöðum borgarinnar, heldur hefur maður á tilfinningunni að mamma Catina sé í eldhúsinu og fjöldskyldumeðlimir sjái um þjónustuna.
Strax og maður kemur inn færist ró yfir mann og er það litasamsetning staðarins sem hefur þessi áhrif, eftir að hafa labbað um og skoðað staðinn settust við á eitt borðið því nú skyldi tekið test á eldhúsinu.
Maturinn sem við fengum var eftirfarandi:
Gnocci með tómat og Basilsósu
*******
Villisveppa-risotto
*******
Ravioli fyllt með graskersmauki og ricotta osti á saffran-smjöri
*******
Parmasanhjúpaður Grísasnitzel með steinseljurótarmauki ylmað með truffluolíu
*******
Tiramisu
Og það get ég sagt ykkur maturinn stóð heldur betur fyrir sínu og lifði algjörlega upp til þeirrar kvaðar veitingamannsins eins og áður nefnir.
Brögð eru tær og njóta sin vel stök sem í bland við önnur á diskinum, oft hef ég sagt að ítalskur matur væri bara sjónvarpssnakk en þarna varð ég að játa það að ég hefði sennilega rangt fyrir mér.
Innilega til hamingju með veitingastaðinn
Freisting.is
Smellið hér til að skoða myndir af staðnum Basil & Lime
/ Formlega opnanir / Basil og Lime
Ljósmynd: Matthías | Text: Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var