Vertu memm

Frétt

„O what a Lunch“

Birting:

þann


Global Chef Challenge gengið
T.v. Arnþór Þorsteinsson, Sverrir Þór Halldórsson og Jóhannes Steinn Jóhannesson

Það hafði verið í bígerð í þó nokkurn tíma að heimsækja Agnar Sverrisson og félaga hans Xavier á Texture og kanna statusinn á þeim.

Fyrir utan fyllist maður lotningu yfir hversu frábærlega hefur tekist til með staðarval og það eitt og sér setur vissan standard á staðinn og nú krossaðir maður fingur er gengið var inn á staðinn.

Áhyggjur mínar reyndust óþarfar því sú sýn sem blasti við manni úti harnóneraði gersamlega með innréttingum á staðnum, lausar við allt glamur, frekar stílhreinar og virkuðu massífar á mig.

Settumst við inn á barinn og pöntuðum drykki og á borðið kom steikt roð í ýmsum myndum og smakkaðist bara vel, stuttu seinna kom bacon popp á borðið og hef ég aldrei smakkað eins gott popp, nokkrum andartökum seinna birtist hann sjálfur og urðu fagnaðarfundir og mikið rætt en svo spurði Aggi hvort við vildum ekki setjast og byrja og voru allir til í það og hófst þá matarorgían:


1. réttur
Organic Scottish Salmon
Confit, capers, cucumber, rye bread


2. réttur
Beetroot and Goat cheese
Salad, chervil, icecream, pistachio, fennel bread


3. réttur
Line caught Cod from Faroe Island
Barley risotto, crayfish, arthichokes, Sauterns sauce


4. réttur
Anjou Pigeon
Chargrilled, sweetcorn, shallot, bacon, popcorn, red wine essence


5. réttur
Dry Aged Angus Beef
Fillet, cheek, celeriac, bacon


6. réttur
Icelandic skyr and Ruharb
Sorbet, poached, granita, jus


7. réttur
Blood orange soup and white chocolate browney


8. réttur
Cafe and Petit four

Allir voru sammála að maturinn hefði verið í hæstu hæðum og hrein upplifun að borða allann þennan mat og ekki var þjónustan síðri.

Eitt vil ég minnast á en það er brauðið hjá Agga, ylmandi heitt og ómótstæðilegt boðið með jöfnu millibili, hlutur sem sést því miður allt of sjaldan á veitingastöðum Reykjavíkur borgar.

Var það með vissum trega sem við yfirgáfum matarmusteri þeirra Agnars og Xavier og héldum út í kuldalega borgina.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið