Uncategorized @is
Yfirmatreiðslumaður óskast á MAR
MAR restaurant við gömlu höfnina er að leita að nýjum yfirmatreiðslumanni um þessar mundir. Framundan eru áherslubreytingar í rekstrinum með það fyrir augum að veita gestum léttari og skemmtilegri upplifun með ferskasta sjávarfangi sem fæst í Reykjavík. Nýr yfirmatreiðslumaður mun hafa umsjón með endurskipulagninu á matseðlum, vinnuferlum í eldhúsi, innkaupum og öðru tilfallandi í samráði við framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf nauðsynlega að hafa góða reynslu af vinnu með ferskt sjávarfang, búa yfir sterkum skipulags- og leiðtogahæfileikum ásamt því að slá hvergi af kröfum um fyllsta hreinlæti og taka virkan þátt í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
MAR er 60 sæta veitingastaður í Hafnarbúðum við gömlu höfnina í Reykjavík en getur tekið við hópum allt að 100 manns og 50 manna sólpalli sem nýtist á sumrin. MAR sér einnig um veitingar í öllum bátum og fyrir starfsfólk Eldingar Hvalaskoðunar ásamt því að reka Pop-up kaffihús við miðasölu Eldingar yfir sumartímann.
Umsækjendum er bent á að senda ferilskrá fyrir 15. mars á [email protected]
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





