Uncategorized @is
Yfirmatreiðslumaður óskast á MAR
MAR restaurant við gömlu höfnina er að leita að nýjum yfirmatreiðslumanni um þessar mundir. Framundan eru áherslubreytingar í rekstrinum með það fyrir augum að veita gestum léttari og skemmtilegri upplifun með ferskasta sjávarfangi sem fæst í Reykjavík. Nýr yfirmatreiðslumaður mun hafa umsjón með endurskipulagninu á matseðlum, vinnuferlum í eldhúsi, innkaupum og öðru tilfallandi í samráði við framkvæmdastjóra.
Viðkomandi þarf nauðsynlega að hafa góða reynslu af vinnu með ferskt sjávarfang, búa yfir sterkum skipulags- og leiðtogahæfileikum ásamt því að slá hvergi af kröfum um fyllsta hreinlæti og taka virkan þátt í umhverfisstefnu fyrirtækisins.
MAR er 60 sæta veitingastaður í Hafnarbúðum við gömlu höfnina í Reykjavík en getur tekið við hópum allt að 100 manns og 50 manna sólpalli sem nýtist á sumrin. MAR sér einnig um veitingar í öllum bátum og fyrir starfsfólk Eldingar Hvalaskoðunar ásamt því að reka Pop-up kaffihús við miðasölu Eldingar yfir sumartímann.
Umsækjendum er bent á að senda ferilskrá fyrir 15. mars á [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





