Vertu memm

Áhugavert

Texture hlýtur Michelin stjörnu

Birting:

þann

Xavier Rousset og Agnar Sverrisson

Xavier Rousset og Agnar Sverrisson

Það var stór dagur fyrir íslenska matreiðslumenn síðastliðinn föstudag, þegar 2010 listinn, guide Michelin fyrir England, Skotland og Írland var kynntur.

Texture í London veitingastaður þeirra Agnars Sverrissonar og Xavier Rousset hlotnaðist sá heiður að fá 1 Michelin stjörnu í 2010 útgáfunni sem var gerð opinber síðastliðinn föstudag eins og áður segir.

Má geta þess að Agnar Sverrisson var gestakokkur á síðasta galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Turninum laugardaginn 9. janúar og sá þar um grænmetisréttinn sem samanstóð af vetrargrænmeti með hnetum, rúgbrauðsmold og hundasúrum.

Við á Freisting.is óskum þeim félögum Agnari og Xavier hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur með von um aukinn hróður á næstu árum.

Mynd: texture-restaurant.co.uk

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið