Keppni
Svíþjóð vinnur NBC 2013
Lið Svíþjóðar stóð uppi sem sigurvegari á Nordic Barista Cup sem stóð yfir þessa helgina í Ósló. Lentu Norðmenn í öðru sæti og Danir í þriðja sæti (neðstu tvö sætin voru ekki gefin upp). Innan við hundrað stiga munur var milli efstu þriggja sætanna og má því ætla að baráttan hafi verið hörð og tvísýn yfir alla keppnina. Það var úrskurður dómaranna að öll liðin sýndu fagmennsku í starfi og sköruðu fram úr hvort sem það var að gera góða kaffidrykki eða að veita góða þjónustu og koma áleiðis sérkennum kaffisins sem liðin unnu með.
Svíþjóð er þar með orðið sigursælasta liðið í sögu keppninnar, en þau hafa unnið keppnina fjórum sinnum frá því NBC var fyrst haldið árið 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins, þar sem hægt er að lesa nánar um úrslitin.
Mynd: nordicbaristacup.com
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






