Keppni
Svíþjóð vinnur NBC 2013
Lið Svíþjóðar stóð uppi sem sigurvegari á Nordic Barista Cup sem stóð yfir þessa helgina í Ósló. Lentu Norðmenn í öðru sæti og Danir í þriðja sæti (neðstu tvö sætin voru ekki gefin upp). Innan við hundrað stiga munur var milli efstu þriggja sætanna og má því ætla að baráttan hafi verið hörð og tvísýn yfir alla keppnina. Það var úrskurður dómaranna að öll liðin sýndu fagmennsku í starfi og sköruðu fram úr hvort sem það var að gera góða kaffidrykki eða að veita góða þjónustu og koma áleiðis sérkennum kaffisins sem liðin unnu með.
Svíþjóð er þar með orðið sigursælasta liðið í sögu keppninnar, en þau hafa unnið keppnina fjórum sinnum frá því NBC var fyrst haldið árið 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins, þar sem hægt er að lesa nánar um úrslitin.
Mynd: nordicbaristacup.com
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






