Keppni
Svíþjóð vinnur NBC 2013
Lið Svíþjóðar stóð uppi sem sigurvegari á Nordic Barista Cup sem stóð yfir þessa helgina í Ósló. Lentu Norðmenn í öðru sæti og Danir í þriðja sæti (neðstu tvö sætin voru ekki gefin upp). Innan við hundrað stiga munur var milli efstu þriggja sætanna og má því ætla að baráttan hafi verið hörð og tvísýn yfir alla keppnina. Það var úrskurður dómaranna að öll liðin sýndu fagmennsku í starfi og sköruðu fram úr hvort sem það var að gera góða kaffidrykki eða að veita góða þjónustu og koma áleiðis sérkennum kaffisins sem liðin unnu með.
Svíþjóð er þar með orðið sigursælasta liðið í sögu keppninnar, en þau hafa unnið keppnina fjórum sinnum frá því NBC var fyrst haldið árið 2003, að því er fram kemur á heimasíðu Kaffibarþjónafélagsins, þar sem hægt er að lesa nánar um úrslitin.
Mynd: nordicbaristacup.com
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar






