Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ráðhúskaffi opnar í Reykjanesbæ
Langþráð kaffihús opnar í hjarta Reykjanesbæjar í dag. Opnun kaffihússins er lokaáfanginn í þeim breytingum og endurbótum sem Ráðhús Reykjanesbæjar hefur nú undirgengist. Kaffihúsið er staðsett á besta stað í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, þar sem einnig er bókasafnið og þjónustuver.
Rekstur kaffihússins er í höndum Angelu Marinu sem upphaflega kemur frá Portúgal en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1998 þar sem hún hefur starfað á leikskólanum Hjallatúni og í Fríhöfninni. Hún er þó langt frá því að vera ókunn veitingarekstri en hún rak ásamt móður sinni kaffihús í Portúgal í 17 ár og er hún full tilhlökkunar að takast á við kaffihúsarekstur í Reykjanesbæ, en greint er frá þessu á vefnum reykjanesbaer.is.
Á boðstólum verður gæða kaffi frá Kaffitár og allir mögulegir kaffidrykkir sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér. Þá verður margt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, pasta, salat, smurt brauð og auðvitað sætabrauð.
Kaffihúsið verður opið á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 09.00 – 19.00 alla virka daga.
Mynd: reykjanesbaer.is
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






