Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ráðhúskaffi opnar í Reykjanesbæ
Langþráð kaffihús opnar í hjarta Reykjanesbæjar í dag. Opnun kaffihússins er lokaáfanginn í þeim breytingum og endurbótum sem Ráðhús Reykjanesbæjar hefur nú undirgengist. Kaffihúsið er staðsett á besta stað í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, þar sem einnig er bókasafnið og þjónustuver.
Rekstur kaffihússins er í höndum Angelu Marinu sem upphaflega kemur frá Portúgal en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1998 þar sem hún hefur starfað á leikskólanum Hjallatúni og í Fríhöfninni. Hún er þó langt frá því að vera ókunn veitingarekstri en hún rak ásamt móður sinni kaffihús í Portúgal í 17 ár og er hún full tilhlökkunar að takast á við kaffihúsarekstur í Reykjanesbæ, en greint er frá þessu á vefnum reykjanesbaer.is.
Á boðstólum verður gæða kaffi frá Kaffitár og allir mögulegir kaffidrykkir sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér. Þá verður margt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, pasta, salat, smurt brauð og auðvitað sætabrauð.
Kaffihúsið verður opið á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 09.00 – 19.00 alla virka daga.
Mynd: reykjanesbaer.is
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






