Keppni
Presturinn kom sá og sigraði | „… séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni“
Fyrri dagurinn á MATUR-INN fór fram í gær föstudag í Íþróttahöllinni á Akureyri. Um 30 sýnendur taka þátt í sýningunni allt frá smáframleiðendum og upp í stórfyrirtæki. Stærsti viðburður dagsins var súpukeppni sem Klúbbur Matreiðslumeistara á Norðurlandi stýrði, sem var á milli þekktra einstaklinga.
Þeir sem kepptu voru:
Þórgnýr Dýrfjörð – Framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu
Pétur Guðjónsson -Starfsmaður á Viðburðarstofu Akureyrar og plötusnúður
Sigurvin Fílinn Jónsson – Skemmtikraftur og hænsnabóndi
Sigurður Guðmundsson – Bæjarfulltrúi og verslunnareigandi
Svavar Alfreð Jónsson – Sóknarprestur í Akureyrarkirkju
Mikið keppnisskap var hjá öllum keppendum og stóðu þeir sig vel bakvið eldavélina. Sá sem sigraði súpukeppnina var Sóknarpresturinn Svavar Alfreð Jónsson sem gerði fiskisúpu með laxi, steinbít og reyktri ýsu og óskum við honum til hamingju með sigurinn.
Hægt er að lesa uppskrift af sigursúpunni með því að smella hér.
Það mátti lesa fjölmörg gullkorn á facebook stöðu Þórgnýr Dýrfjörðs keppinaut Svavars eftir keppnina, en þar skrifaði hann:
og séra Svavar náttúrulega jarðaði keppinauta sína í súpukeppninni. Mín var samt afbragð.
Fleiri skrifuðu þá:
– Þegar menn geta haft oblátur með súpunni keppir enginn við þá
– Og dómnefndinni er tryggð eilíf sæluvist. Þannig er nú það
– Var þetta bara ein líkfylgd frá upphafi til enda….?
– Hann hefur notað vígt vatn. Ekkert að marka.
Í dag laugardag eru tvær keppnir, nemakeppnin kl. 13 og dömulegur eftirréttur kl. 15.
Fylgist vel með hér á veitingagerinn.is.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini
















































