Sverrir Halldórsson
Paul Cunningham er Danmerkurmeistari í Fine Art pylsugerð | Eru íslenskir matreiðslumenn of fínir í svona keppni?
Í eina tíð voru um 800 pylsuvagnar í Danmörku, en nú eru þeir komnir niður í um 100 vagna á kostnað aukinnar samkeppni og var það grunnurinn til að Ole Troelso matargúrúinn og ritstjóri hjá stærsta viðskiptablaði Danmerkur Börsen, sem byrjaði á þessari keppni og leitaði til þekktra matreiðslumanna til að taka þátt í og lyfta pylsunni á hærra plan.
Keppnin var haldin á Food Festival 6. til 8. september s.l. í Tangkrogen í Árósum og skiptist hún í tvo flokka, þ.e. hina klassísku „Hot Dog“ og „Fine art“.
Í þeim hluta sem keppt var um Fine art, vann breski matreiðslumaðurinn Paul Cunningham sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á vestur Jótlandi.
Hans pylsa samanstóð af pylsu sem var karamelluís í brauði úr kleinuhringjadeigi, velt upp úr sítrónusykri, með hindberja og jarðaberja-marmelaði sem tómatsósan, sítronucurd í staðinn fyrir sinnep og ristað engifer í staðin fyrir steiktan lauk og að lokum sneiðar af sýrðum agúrkum, sem sagt eftirréttapylsa og féllu allir fyrir hugmyndinni.
Þetta er í þriðja sinn sem Paul vinnur þessa keppni en helsti keppinautur hans í gegnum árin og hefur unnið tvisvar er Wassim Hallal eigandi að Veitingastaðnum Fredrikshöj sem er staðsettur í Árósum og var hann meðal þátttakanda í ár og tók annað sætið, með villta útfærsla á svínakjöti í brauði sem var eins og bakki með loki og inn í var 15 cm löng svínapura. Ekki féll það í kramið hjá dómurum.
Í keppninni í klassískri Hot Dog var sigurvegari Brian Pedersen frá Pölsemageriet í Silkiborg, annað sætið gekk til Christian Melgaard frá Christians Pylsuvagn, og það þriðja hreppti Rene Christiansen frá Trianglens pylsuvagn í Silkiborg.
Nú er spurningin hvort íslenskir matreiðslumenn séu of fínir til að taka þátt í svona keppni?
Eini kokkurinn sem ég hef séð með pylsur í nýmóðins útfærslu er Gunnar Karl Gíslason á Kex hostel og kannski er það fyrsta skrefið.
Smellið hér til að horfa á vídeó þar sem Paul lagar sigurpylsuna fyrir BT.
Myndir: The Food Project Árhus
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










