Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pallurinn á Húsavík kominn á fullt | Sniðugt konsept í sumar
Pallurinn á Húsavík kominn á fullt | Sniðugt konsept í sumar
Veitingastaðurinn Pallurinn opnaði í fyrra 1. júní 2012 á þaki björgunarsveitarhússins á Húsavík. Einungis er um sumarævintýri að ræða enda veitingarýmið í tjaldi. Það er matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson sem á heiðurinn að Pallinum ásamt hans ógnarfríða föruneyti sem þykir með skemmtilegra fólki norðan Alpafjalla.
Nú er Pallurinn kominn á fullt og býður upp á skemmtilegt konsept í sumar, en kokkarnir á Borginni ætla að taka þátt í ævintýrinu og verður sumrinu skipt niður, þ.e. hver kokkur fær eina viku á Pallinum þar sem hver og einn kemur með sína sérhönnuðu rétti sem verða eingöngu í boði þá vikuna. Það eru þá tólf kokkar sem berjast um titilinn Pallameistarinn 2013 og í lok sumars verður vinningshafinn krýndur.
Kokkur vikunnar núna er Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem ættuð er frá Sauðárkróki. Aníta kemur til með að bjóða upp á þunnskorið nautafile, léttsteikt með soya, lime og chili sósu í forrétt og í aðalrétt er kjúklingalæri í sítrónu, basil og chili marineringu með appelsínusósu, sætum kartöflum og mangó salsa og þetta kostar aðeins 3200, gera aðrir betur.
Ferskur og spennandi
matseðill verður í sumar.
Myndir af facebook síðu Pallsins.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








